Ráðstefnan Fyllt í eyðurnar
19 March, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under |
Hvenær?
19.03.2014
13:00 - 15:45
Hvar?
Menntavísindasvið
Ráðstefnunni er ætlað að fylla upp í götin, brúa bilið og fylla í eyðurnar sem myndast hafa á milli fræða og atvinnulífs. Jafnframt verður fjallað um samþættingu atvinnulífs ferðaþjónustu og þess fræða- og rannsóknarstarfs sem unnið er innan greinarinnar. Einnig verður því veitt athygli hvort nýta megi aðrar fræðagreinar til að styrkja atvinnulíf ferðaþjónustunnar og verður þá einna helst horft til tómstunda- og félagsmálafræði.
Mjög athyglisverð ráðstefna fyrir þá sem hafa áhuga á hvernig fræði og þekking eru ómissandi hluti af farsælli þróun ferðaþjónustu á Íslandi.
Ráðstefnan verður haldin í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, nánar til tekið í salnum Bratta. Gengið inn um aðalinngang.
DAGSKRÁ:
12:40 – 13:00 Móttaka og skráning
13:00 – 13:05 Setning ráðstefnunnar
13:05 – 13:20 Dr. Gunnar Þór Jóhannesson – HA! Af samtali fræða og ferðaþjónustu
13:25 – 13:40 Guðmundur Ari Sig urjónsson – Að vera reynslunni ríkari
13:45 – 14:00 Dr. Katrín Anna Lund – Samræður á mannamáli
14:05 – 14:20 Eva María Þórarinsdóttir, Pink Iceland – Upplifunarfræði og ferðamálaæði
14:25 – 14:40 Kaffihlé
14:40 – 14:55 Jakob Frímann Þorsteinsson – Systurnar tómstund og ferðaþjónusta. Hvað eiga þær sameiginlegt?
15:00 – 15:15 Benedikt Ingi Tómasson, Bike Company – Úr tómstundum í túrisma
15:20 – 15:35 Dr. Edward Huijbens – Ferðamál á Íslandi