Orðin og frítíminn – Stuðningur við fagstarf og fræði

karitas_hrundar_palsdottir_myndFyrir rétt rúmum tveimur árum var sett á laggirnar Orðanefnd í tómstundafræðum og fjallað var um stofnun hennar í Frítímanum. Nú í sumar barst nefndinni liðsauki í formi sumarstarfsmanns fyrir tilstilli styrkja frá Æskulýðsráði og Málræktarsjóði. Nefndin réð til starfa Karítas Hrundar Pálsdóttur, nema í grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands. Frítíminn tók Karítas tali nú á lokametrum ráðningartímans og spurðist fyrir um starf hennar fyrir nefndina í sumar.

Lesa meira “Orðin og frítíminn – Stuðningur við fagstarf og fræði”

„Kill them with kindness“ – Áhættuhegðun unglinga

ÞVE myndUnglingsárin eru afar áhugavert og áhrifamikið þroskaferli í lífi okkar. Urmull rannsókna, bæði íslenskra og erlendra, hafa sýnt fram á hvað skiptir mestu máli til að einstaklingur komi sem best út úr því þroskaskeiði; hverju skuli hlúa að, hvað þurfi að varast og hvað við, uppalendurnir, getum gert. Oft er markmiðið að koma í veg fyrir svokallaða áhættuhegðun eða bregðast við áhættuhegðun. En hvað er áhættuhegðun, hvernig birtist hún og hvað er til ráða? Lesa meira “„Kill them with kindness“ – Áhættuhegðun unglinga”

Fjögur hundruð orð í tómstundaorðabankann

ordanefnd_mynd_sumar2015
Á myndinni eru Jakob, Hulda, Ágústa, Unnsteinn, Karítas og Eygló.

Orðanefnd í tómstundafræðum hefur að undanförnu safnað saman um 400 orðum sem tilheyra tómstunda- og æskulýðsstarfi á Íslandi. Í október stefnir nefndin á að senda þennan orðabanka til umsagnar til þeirra sem starfa innan tómstunda- og æskulýðsstarfs á Íslandi og almennings. Það er von orðanefndarinnar að sem flestir leggi orð í belg.

Lesa meira “Fjögur hundruð orð í tómstundaorðabankann”