Frístundaheimili – Mikilvægi og framfarir

valdi_myndUndanfarin 15 ár hafa orðið gríðarlegar framfarir í þeirri þjónustu sem veitt er 6-10 ára börnum að skólatíma loknum í Reykjavík. Það má segja að fyrsta skrefið hafi verið tekið þegar íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) hóf rekstur frístundaheimila í stað skóladagvistar eða „gæslu“ sem tíðkaðist áður. Þar var fyrsta skrefið tekið í myndun þeirrar fagstéttar sem nú sinnir frístundastarfi fyrir börn að skóladegi loknum hér á landi. Lesa meira “Frístundaheimili – Mikilvægi og framfarir”

SAMFÉS og evrópusamstarfið

oliÁ aðalfundi Evrópusamtaka félagsmiðstöðva (European Confederation of Youth Clubs – ECYC) sem haldin var hjá Casals de Joves í Barcelona í október 2015 voru aðalmálin annars vegar hvernig niðurskurður hefur haft áhrif á samtök félagsmiðstöðva hjá 19 aðildarlöndum ECYC og hins vegar var kosið um stefnuyfirlýsingu um gæðastarf í opnu æskulýðsstarfi. Stefnuyfirlýsingin er hluti af þeirri hugmyndafræði sem meðlimir ECYC telja nauðsynlega til að standa vörð um opið æskulýðsstarf og þau samtök sem sinna því starfi. Á aðalfundi í febrúar í Cluj – Napoca var stefnuyfirlýsing um stuðning við opið æskulýðsstarf einróma samþykkt þannig að samtökin vinna hörðum höndum að því að þróa og móta sína æskulýðsstefnu í samræmi við þróun mála í Evrópu. Lesa meira “SAMFÉS og evrópusamstarfið”