Húsið sem hýsir þína hugmynd

inga_audbjorgAllir þurfa athvarf.  Athvarf þar sem manni líður vel, þar sem maður fær hvatningu til að leita lengra og þar sem mörk þess mögulega og ómögulega eru óskýr. Hitt Húsið hefur verið starfrækt síðan 1991 og hefur í gegnum tíðina verið athvarf þúsunda ungmenna á aldrinum 16-25 ára.  Þetta unga fólk hefur nýtt Hitt Húsið sem vettvang til sköpunar, sjálfsstyrkingar, til að hitta annað ungt fólk og eiga góðar stundir. Húsið hefur verið heimili listafólks, aktivista, dansara, leikara, tónlistarmanna, ungs fólks í námi, ungs fólks í vinnu, ungs fólks í atvinnuleit, kvenna, karla, transfólks, hinsegin fólks, íslenskra ungmenna, erlendra ungmenna og flestra þeirra sem upptalningin nær ekki yfir. Lesa meira “Húsið sem hýsir þína hugmynd”