Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði

Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn !

 

Þegar ég byrjaði í Tómstunda- og félagsmálafræði lærði ég um tómstundamenntun á fyrsta ári og það heillaði mig strax. Geðheilbrigði er mér hugleikið þar sem ég hef upplifað það að glíma við geðrænan vanda og finnst úrræði ábótavant fyrir ungt fólk. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru 1 af 4 einstaklingum sem upplifa geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni.

Í náminu fórum við stundum í hópeflisleiki og framkvæmdum mikið og ég fann hvernig það hafði jákvæð áhrif á mig sem einstakling. Oft unnum við saman í hópum og ég fann að með tímanum fannst mér auðveldara að treysta hópnum og ég styrktist sem einstaklingur. Ég hugsa stundum að þessi þrjú ár voru eins og eitt stórt tómstundamenntunarnámskeið. Lesa meira “Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði”