Afþreyingarleysi í frímínútum

Þegar ég var í Rimaskóla á unglingsaldri árið 2005 til 2008 þá voru frímínútur tími sem ég varði töluvert öðruvísi en ég tel unglinga gera núna í dag árið 2018. Fyrsti dagurinn í 8.bekk var æðislegur af því að þá voru fyrstu frímínúturnar sem ég þurfti ekki að fara út. Goðsagnakennt var það að unglingarnir máttu vera inni í frímínútum en enginn vissi hvað þau voru að gera á meðan við hin þurftum að vera úti að leika okkur. Ég komst fljótt að því að það væri ekki neitt spennandi að fara gerast í frímínútum nema ég og vinur minn myndum láta það gerast sjálfir. Eftir það voru ófáar mínútur sem við vorum að spila með spilastokk sem bókasafnskennarinn lánaði okkur áður en hún fór í kaffi. Lesa meira “Afþreyingarleysi í frímínútum”

Unglingar, netheimar og samskiptaforrit

Einn af þeim grundvallar hlutum sem hafa haft mikil áhrif á mannkynið í gegnum áratuginna er uppfinning tölvunnar og þróun tölvutækninnar. Hvort sem þessi áhrif birtast í daglegu lífi okkar eða sem áhrifavaldur í þróun hátækni lækna vísinda og sem á öðrum rannsóknarsviðum er eitt víst að án hennar gætum við ekki verið í dag. Þökk sé þessari uppfiningu sem Alan Turing gaf okkur og þróun hennar hefur heimurinn ef svo mætti segja orðið hraðari, snjallari og minni fyrir vikið. Lesa meira “Unglingar, netheimar og samskiptaforrit”

Einelti er dauðans alvara …

Að flytja á nýjan stað getur haft margt í för með sér, bæði jákvætt og neikvætt og skiptir þá engu máli á hvaða aldri maður er. Það getur bæði verið spennandi en einnig getur því líka fylgt mikil óvissa, sér í lagi fyrir yngri kynslóðina þar sem að þau eru sífellt í mótun og sum hver þola illa breytingar.

Oft gera börn sér ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera þegar að þau taka nýja nemandann fyrir bæði með því að stríða og skilja t.d. út undan. En hvað er það sem veldur því að einstaklingar leggja aðra einstaklinga í einelti? Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði og má finna einn Lesa meira “Einelti er dauðans alvara …”

Fjármálalæsi

Umræðan um læsi hefur verið áberandi seinustu ár á Íslandi. Börn hafa verið að koma illa út úr rannsóknum og hvað lestrar færni varðar. Menntastofnanir leggja sig nú allar fram við að koma með úrbætur í kennslu og eflingu á aukinni lestragetu.

En það er einn mikilvægur þáttur sem hefur svolítið gleymst og ekki síður mikilvægur en það er fjármálalæsi. Fjármálaskilning eða fjármálalæsi  er  nauðsynlegt að hafa fyrir þekkingu og skilning í númtímasamfélagi. Lesa meira “Fjármálalæsi”