Að reykja rafrettur, eða „veipa“, er æði sem gengur nú yfir þjóðina –allir svölu unglingarnir eiga veip og keppst er um að vera alltaf með nýtt bragð og blása sem stærstu gufuskýi yfir næsta mann. Strax og rafrettur náðu vinsældum hófst umræðan um hvort þetta væri einhverju skárra en sígarettur. Margir fullorðnir nikótínfíklar skiptu úr sígarettum og munntóbaki yfir í rafrettur í von um að losna við hina hvimleiðu fylgikvilla tóbaks, svo sem óþef, versnandi heilsu og kostnaði. Lesa meira “Reykvél með blómalykt”
Month: November 2018
Skjárinn eða upplifun?
Þegar maður var sjálfur ungur var maður mikið að leika sér úti með vinum sínum. Dagskráin hjá manni var alltaf sú sama, það var skóli, æfing, borða og svo út að leika sér með vinum sínum að lenda í allskonar ævintýrum í allskonar veðrum. Krakkar í dag hafa aðeins öðruvísi dagskrá, en þeirra dagskrá lítur einhvern veginn svona út skóli: Æfing, borða og svo beint í tölvuna, sjónvarpið eða símann. Það skiptir ekki máli hvaða veður er úti, unga fólkið vill frekar vera inni að horfa á eitthvað spennandi eða spila einhverja tölvuleiki. Þá fer maður að spyrja sig, er unga fólkið að missa af öllum þeim ævintýrum sem að þau hefðu getað átt á sínum unga aldri með því að hanga fyrir framan tölvuskjáinn alla daga og allar nætur alla daga ársins? Er tölvunotkun að koma í veg fyrir að krakkar fari út og styrki vinasambönd milli sín og vina sinna? Lesa meira “Skjárinn eða upplifun?”
Tómstundir og lífsleikni
Hvað eru tómstundir? Margar fræðilegar skilgreiningar eru til á hugtakinu og enn fleiri í hugum einstaklinga sem allir leggja sína merkingu í orðið. Tími utan vinnu eða skóla? Allur frítími? Hvað ef vinnan er áhugamálið mitt? Er vinnan þá tómstund? Eða er tómstund allur óskipulagður tími, utan æfinga, funda, vinnu, skóla og annars? Er salsakvöld annan hvern þriðjudag tómstund? En ef ég fæ mér vínglas? Er vín tómstund? Eða fíkniefni? Ef ég neyti áfengis eða fíkniefna í frítíma mínum er það þá tómstund? Hvað með aðrar athafnir, hraðakstur, búðarhnupl, morð? Lesa meira “Tómstundir og lífsleikni”
Þar sem allir geta verið hetjur
Tíu karlar og konur lyfta sverðum, spjótum og skjöldum. Þau halda út í skóg og hafa augun opin. Hætta liggur við hvert fótmál, ógn bakvið hvert einasta tré. Fötin minna á miðaldir og tveir meðal þeirra klæðast skínandi brynju. Skyndilega koma þau í rjóður og sjá sjö orka þar. Eftir orðaskipti ákveður ein úr hópnum að gera árás. Það er stelpa með risa sverð í brynju og með skjöld sér til varnar. Það er öskrað og bardaginn er hafinn! Sverð og axir skella saman. Ekki líður á löngu þar til allir orkarnir eru dauðir. Fimm hetjanna særðust í bardaganum. Þær eru togðar á fætur upp og komið til galdramanns sem getur læknað þær. Hetjurnar öskra hraustlega meðan hann saumar sárin mað göldrum, húð og vöðvar smella saman eins og rennt væri rennilási. Lesa meira “Þar sem allir geta verið hetjur”