
Auður Björg Jónheiðardóttir útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur BA frá Háskóla Íslands vorið 2018. Á ráðstefnunni Íslenskum æskulýðsrannsóknum í lok árs fékk hún viðurkenningu Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sitt. Í verkefninu hannaði hún námskeið sem hún byggði á aðferðum tómstundafræðinnar og hélt fyrir notendur Batamiðstöðvar. Hluti af verkefninu var einnig mat á því hvernig til tókst. Frítíminn fékk Auði til að segja stuttlega frá verkefninu sínu og störfum sínum í framhaldinu sem tómstunda- og félagsmálafræðingur á vettvangi. Lesa meira “Verkfæri tómstundafræðinnar – Tómstundafræðingur segir frá”