Ég hef alltaf haft gaman af bókum, alveg síðan ég lærði að lesa. Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og ný bók. Það voru ófáir klukkutímarnir sem fóru í að lesa fleiri, fleiri bækur um alls konar fólk, staði og ævintýri. Við bókalestur fær maður innsýn í annan heim og lærir að sjá og skilja heiminn á annan hátt. Ég tel af persónulegri reynslu bækur vera þroskandi og góða afþreyingu sem hægt er að gleyma sér við í marga klukkutíma.
„The more that you read, the more things you will know.
The more that you learn, the more places you‘ll go.“
–Dr. Seuss Lesa meira “Yndislestur á undanhaldi?”