• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Category: Fréttir

Leikjaorðasafn til umsagnar

6 May, 2021 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir

Skjal með leikjaorðasafni til yfirlestrar Í kjölfar fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði hefur orðanefnd í tómstundafræði unnið að því að taka saman leikjaorðasafn. Orðasafnið verður hluti af orðasafni í tómstundafræði sem er hluti af Íðorðabankanum sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti. Orðanefndin óskar nú eftir ábendingum áhugasamra á leikjaorðasafnið áður en það fer í formlega útgáfu og inn í Íðorðabankann fyrir 28. maí nk. Ábendingum um leikjaorðasafnið er hægt að skila hér. Orðanefnd í tómstundafræði var stofnuð í […]

Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

3 November, 2017 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir

Það var glatt á hjalla í Ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi fimmtudaginn 2. nóvember þegar þrír nýútskrifaðir tómstunda- og félagsmálafræðingar tóku við viðurkenningu frá formönnum Félagi fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017. Félögin buðu að því tilefni til hádegisverðar þar sem gestir fengu súpu og brauð og þau sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni kynntu verkefni sín við ánægju viðstaddra.

Fjögur hundruð orð í tómstundaorðabankann

1 September, 2015 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir

Orðanefnd í tómstundafræðum hefur að undanförnu safnað saman um 400 orðum sem tilheyra tómstunda- og æskulýðsstarfi á Íslandi. Í október stefnir nefndin á að senda þennan orðabanka til umsagnar til þeirra sem starfa innan tómstunda- og æskulýðsstarfs á Íslandi og almennings. Það er von orðanefndarinnar að sem flestir leggi orð í belg.

Gæðamat á frístundastarfi

12 January, 2015 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Fréttir

Gæði frístundastarfs hefur í gegnum tíðina verið umræðuefni þeirra sem að því standa og sitt sýnist hverjum um hvað sé gott frístundastarf og hvernig ná skuli fram því besta hjá þeim sem þar eru þátttakendur. Sigrún Sveinbjörnsdóttir er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað að frístundamálum hjá Reykjavíkurborg hátt á annan áratug. Hún hefur ásamt Björk Ólafsdóttur, matsfræðingi, leitt þar vinnu við gerð gæðaviðmiða fyrir frístundastarf og Frítíminn forvitnaðist um þetta verkefni hjá Sigrúnu.

„Maður lærir líka að vera góður“

10 July, 2014 Posted by Bjarki Sigurjónsson under Fréttir, Masters lokaverkefni

Þrátt fyrir áratugasögu hefur félagsmiðstöðvastarf á Íslandi lítið verið rannsakað en þó er nokkuð stór hópur unglinga virkir þátttakendur í starfi félagsmiðstöðva einhvern tíma á unglingsárum. Í rannsókn sem var grunnur að meistaraverkefni í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands beindi Eygló Rúnarsdóttir sjónum að félagsmiðstöðvastarfinu. Um rannsóknina Í rannsókninni, sem ber yfirskriftina „Maður lærir líka að vera góður“ kallaði hún eftir sýn unglinga á starf félagsmiðstöðva í Reykjavík og sýn þeirra á eigin þátttöku í starfseminni. Viðtöl við átta […]

More Than One Story

23 April, 2014 Posted by Guðmundur Ari under Fréttir

More Than One Story er spil sem við hjá Frítímanum þýddum og gáfum út. Spilið er frábær skemmtun og snýst það um að fá fólk til að segja hvert öðru jákvæðar sögur af sjálfum sér. Spilið er spilastokkur sem samanstendur af spilum sem innihalda öll tilmæli um sögur sem leikmenn eiga að segja hver öðrum. Stokkurinn gengur svo manna á milli og skiptast leikmenn þannig á að segja hver öðrum sögur. Spilið virkar jafn vel með börnum sem og eldri borgurum enda er […]

Fræðsluáætlun FFF – Fullt af spennandi námskeiðum og fyrirlestrum

19 December, 2013 Posted by Guðmundur Ari under Fréttir

Þá er fræðsluáætlun FFF loksins tilbúin. Nú þegar hefur verið haldinn einn hádegisverðarfundur þar sem Steingerður Kristjánsdóttir fjallaði um hugmyndafræði þjónandi forystu (servant leadership) og var það áhugavert umfjöllunarefni sem skapaði góðar umræður hjá þeim sem á hlýddu. Hádegisverðarfundir og Kompás/Compasito námskeið eru fastir liðir hjá okkur og við höldum áfram í vetur að fjalla um reynslunám en nú verður boðið upp á námskeið þar sem viðfangsefnið er leiðbeinandinn í reynslunámi. Einnig verða spennandi námskeið um hvernig hægt er að […]

Evrópu samvinna í 20 ár – Uppskeruhátíð Evrópu unga fólksins

22 November, 2013 Posted by Guðmundur Ari under Fréttir, Viðburðir

Föstudaginn 22. nóvember fer fram uppskeruhátíð samstarfsáætlanna ESB en frá og með áramótum verða þessar áætlanir sameinaðar undir einu nafni, Erasmus+. Ein af þeim áætlunum sem munu falla undir Erasmus+ er Evrópa unga fólksins en sú áætlun hefur stutt við æskulýðsvettvanginn með því að fjármagna samstarfs- og þróunarverkefni á sviði æskulýðsmála. Á síðustu 7 árum sem EUF hefur verið starfandi hefur áætlunin úthlutað €6.882.515 en á gengi dagsins í dag eru rúmlega 1.1 milljarður króna. Þetta fjármagn hefur runnið 410 verkefni […]

Landsþing Ungmennahúsa – „Markmið Ungmennahúsa er að efla ungmenni og leyfa þeim að vinna að áhugamálum sínum”

4 November, 2013 Posted by Guðmundur Ari under Fréttir

Daganna 24. – 25. október fór fram Landsþing Ungmennahúsa sem haldið var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés). Landsþingið fór fram í Hvíta húsinu sem er ungmennahús á Akranesi. Á Landsþingið voru mættir fulltrúar frá sjö ungmennahúsum víðs vegar af landinu. Dagskráin var fjölbreytt en auk almenns hópeflis til að kynna ungmennin hvert fyrir öðru var Sigga Dögg með kynlífsfræðslu og unnið var í smiðjuvinnu. Ungmennahús eru ekki ný á nálinni hér á landi en sem dæmi má nefna […]

Orðanefnd ýtt úr vör

8 July, 2013 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir

Stofnuð hefur verið orðanefnd í tómstundafræðum sem tók formlega til starfa 24. júní síðast liðinn. Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hefur um nokkur skeið unnið að stofnun orðanefndarinnar í samvinnu við Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Ágústu Þorbergsdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Next Page »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Jan 2023 >>
MTWTFSS
26 27 28 29 30 31 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 1 2 3 4 5
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn