• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » Greinar » Hátíðarkveðja Frítímans

Hátíðarkveðja Frítímans

30 December, 2013 Posted by Ritstjórn under Greinar

2014-New-year-fireworks-photoVið hjá Frítímanum viljum óska lesendum okkar ásamt landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem nú er að líða undir lok.

Þetta ár hefur verið viðburðurríkt fyrir okkur þar sem við létum langþráðan draum rætast um að opna veftímarit sem fjallar um tómstunda- og frítímatengt efni hér á landi. Við höfum lært mikið á þessu ári og teljum við okkur vera vel á veg kominn með að gera Frítímann sýnilegan og virkan miðil sem vettvangur frítímans nýtir sér til að sækja sér upplýsinga og miðla efni. Ritstjórn Frítímans hefur ávallt litið á Frítímann sem langtíma verkefni og að það muni taka um þrjú ár að koma tímaritinu almennilega á koppinn.

Það er alltaf gaman við tímamót að líta um öxl og rifja upp það helsta á árinu og höfum við útbúið smá samantekt af árinu sem nú er að líða.

Tölfræði fyrir árið 2013

Alls voru heimsóknir á Frítímann 59.905

Flestar voru heimsóknirnar 22. júní en voru þær 1.950 talsins

Mest lesnu greinarnar árið 2013

  1. „Mig langaði í raun að leggjast í dvala og sofna þangað til þetta væri allt búið“ með 3.648 lesningar
  2. Áhrif félagsmiðstöðvastarfsmanna á einstaklinga með 1.018 lesningar
  3. Starfskenning æskulýðsstarfsmanns með 867 lesningar

Mesta umræðan á grein árið 2013

  1. „Mig langaði í raun að leggjast í dvala og sofna þangað til þetta væri allt búið“ með 43 comment
  2. Áhrif félagsmiðstöðvastarfsmanna á einstaklinga með með 26 comment
  3. Pókermót í félagsmiðstöð – Hvað gerir þú? með 20 comment

Framtíðarsýn

Að lokum viljum við varpa upp framtíðarsýn fyrir árið 2014 og hvetjum við alla til að leggja sitt á mörkum svo hún verði að raunveruleika. Við sjáum fyrir okkur að árið 2014 verði Frítíminn virk gátt fyrir starfsfólk og fræðimenn á vettvangi frítímans þar sem yfirmenn málaflokksins sem og starfsmenn á gólfi sækja sér upplýsingar, taka þátt í umræðu og senda inn greinar um málefni sem brenna á þeim. Við sjáum einnig fyrir okkur að einstaklingar byrji að nýta sér viðburðadagatalið sem síðan býður uppá í auknum mæli. Bæði til að auglýsa sem og að finna áhugaverð námskeið og viðburði sem tengjast vettvangi frítímans. Einnig sjáum við fyrir okkur að við munum byrja að miðla efni á fjölbreyttari máta en með greinaskrifum og má því með sanni segja að árið 2014 líti vel út fyrir Frítímann – Veftímarit fagfólks í frítímaþjónstu!

Gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári!
Ritstjórn Frítímans

Tags: Uppgjör
« Hvað er fagmennska?
Fræðsluáætlun FFF – Fullt af spennandi námskeiðum og fyrirlestrum »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Mar 2023 >>
MTWTFSS
27 28 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 1 2
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn