• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » Aðsendar greinar » Mikilvægi hins faglærða og ófaglærða starfsmanns

Mikilvægi hins faglærða og ófaglærða starfsmanns

24 June, 2016 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

guðfinna ágústsdóttirSíðastliðin 150 ár hafa átt sér stað gríðarlegar samfélagsbreytingar sem gerir það að verkum að æskulýðurinn hverju sinni er sífellt að takast á við aðstæður sem foreldrarnir þekkja ekki af eigin raun í sínu uppeldi. Getur því fylgt óöryggi sem kemur meðal annars fram í þeirri firru að æskylýðurinn sé ávallt á villigötum. Ef aðstæður heima fyrir eru ekki upp á sitt besta, samtal, tími eða stuðningur foreldra ekki til staðar, þá ættu ungmenni ekki að vera í neinum erfiðleikum með að leita til fagaðila sem geta veitt þeim þá aðstoð sem þau leitast eftir. Skilningur foreldra getur verið takmarkaður þar sem þau eru ekki alveg með á nótunum um þau atriði sem geta hrjáð nútíma ungling.

Því skiptir sérstaklega miklu máli að ungmenni geta leitað ráða, mætt virðingu og fengið hvatningu frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna, hvort sem það er faglært eða ófaglært. Hinn faglærði starfsmaður skilur hegðun unglingsins og styrkir einstaklinginn með því að leiðbeina og sýna viðkomandi hvernig takast eigi við viðeigandi vandkvæði. Þó svo ég einblíni á að starfsmaður sé faglærður, á það alls ekki við í öllum tilfellum. Til að starfsmaður félagsmiðstöðva geti veitt ungmennum faglega hjálp með virðingu, umhyggju og stuðningi, þurfa slík námskeið að vera í boði til að auka almenna vitneskju á þroskaskeiði unglinga. Ef upp koma tilfelli þar sem starfsmaður virðir ekki skoðanir unglingsins og beitir röngum aðferðum til að hjálpa einstaklingum, getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, svo sem rofið traust unglingsins gagnvart starfsmanninum.

Eitt af lykilatriðum í starfi með unglingum eru samskipti og virk hlustun starfsmannsins. Starfsmenn þurfa að líta í eigin barm og muna að það er ekki þeirra afstaða eða skoðanir sem skipta máli heldur hvernig þeir stýra umræðunni og virkja hana með spurningum. Þeir þurfa að halda utan um umræðuna til að virðing sé borin fyrir skoðunum og reynslu unglingsins. Einnig er mikilvægt að hlusta vel, vera til staðar, sýna fulla athygli og ekki grípa fram í, heldur leyfa unglingnum að klára það sem hann hefur að segja. Því meiri þekkingu sem starfsmaðurinn hefur því frekar getur hann hjálpað einstaklingnum þegar leitað er til hans. Ef að unglingurinn getur ekki rætt þau málefni sem hann vill ræða heima fyrir, er nauðsynlegt að starfsmaðurinn getur sinnt því, sérstaklega þegar um eru að ræða viðkvæm málefni.

Gott dæmi um viðkvæmt umræðuefni foreldris og unglings er kynfræðsla. Mörg ungmenni eiga í erfiðleikum með að tala um kynlíf við foreldra sína þar sem þeim finnst þetta frekar vandræðalegt viðfangsefni en þessi umræða er mjög þörf. Ein leið til að koma í veg fyrir að kynfræðsla vefjist fyrir foreldrum og unglingum er sú að starfsmenn félagsmiðstöðva myndu veita kynfræðslu fyrir unglinga, eða fá fagaðila til þess. Svo að foreldrar hafi puttann á púlsinum fá þau einnig sömu fræðslu og börnum þeirra var veitt, svo þau geta verið nokkuð samstíga. Almennt væri sterkur leikur að bjóða foreldrum að koma í félagsmiðstöðina þar sem þau geta fræðst um starfsemina og kynnst starfsfólkinu. Samskipti fullorðinna og unglinga geta oft á tíðum ekki verið upp á marga fiska og því líður ungmennunum betur með að leita ráða til fagfólks.

Mér finnst því mikilvægt að starfsmenn félagsmiðstöðva séu til staðar, hlusti vel og virði skoðanir unglinganna. Er það einnig ein af ástæðum þess að þau leita aftur til félagsmiðstöðvanna til að fá ráð sem er þeim nytsamleg.

—

Guðfinna Ágústsdóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands

Tags: fagmennska, félagsmiðstöðvar
« Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft
Bagg er ekki bögg eða hvað? »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Jan 2023 >>
MTWTFSS
26 27 28 29 30 31 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 1 2 3 4 5
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn