• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » Fréttir » Ný stjórn og ályktun frá aðalfundi Samfés – Málefni barna og ungmenna á oddinn

Ný stjórn og ályktun frá aðalfundi Samfés – Málefni barna og ungmenna á oddinn

22 April, 2013 Posted by Guðmundur Ari under Fréttir
1 Comment
62630_370662429719337_236015964_n

Nýkjörin stjórn Samfés

Á aðalfundi Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, sem fram fór á Bifröst í Borgarfirði dagana 18.-19. apríl, var kjörin ný stjórn ásamt því að aðalfundurinn sendi frá sér ályktun um að hvetja frambjóðendur stjórnmálaflokkanna og fjölmiðla að setja málefni barna og unglinga á oddinn í kosningabaráttunni. Ályktunin í heild sinni má lesa hér að neðan.

Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum sóttu fundarmenn svokallaðar WorldCafé umræðustofur þar sem farið var yfir starf Samfés og viðburði. Það var mikill kraftur á fundinum og greinilegt að fagmennskan er í fyrirrúmi hjá félagsmiðstöðvum á Íslandi.

Nýkjörna stjórn Samfés skipa:
Gunnar E. Sigurbjörnsson – Formaður
Andri Lefever – Gjaldkeri
Linda Björk Pálsdóttir
Svava Gunnarsdóttir
Þorvaldur Guðjónsson

Varamenn
Andrea Marel
Gunnlaugur Víðir Guðmundsson
Óli Örn Atlason

Ályktun aðalfundar: Málefni barna og unglinga verði sett á oddinn

Aðalfundur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi haldinn á Bifröst í Borgarfirði dagana 18.-19. apríl, hvetur frambjóðendur stjórnmálaflokkanna og fjölmiðla að setja málefni barna og unglinga á oddinn í kosningabaráttunni.

Þá minnir fundurinn frambjóðendur á að rödd barna og unglinga á að fá að hljóma þegar ákvarðanir eru teknar um málefni þeirra. Samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans sem var lögfestur á nýafstöðnu þingi eiga börn og unglingar rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra í þeim málum sem varða málefni þeirra.

Samfés eru frjáls félagasamtök félags- og tómstundamiðstöðva sem bjóða uppá skipulagt og opið æskulýðsstarf þar sem starfsemin byggist upp á lýðræðislegum vinnubrögðum og starfað er samkvæmt skilgreindum uppeldismarkmiðum. 111 félagsmiðstöðvar og ungmennahús eru aðilar að Samfés.

Tags: Barnasáttmálinn, Félagsmiðstöð, Samfés

Comments

  1. Guðmundur Ari Sigurjónsson says:
    22 April, 2013 at 13:28

    Gott að vita að samtökin séu í öruggum höndum! :)

« Félagsmálafræðikennsla í grunnskólum
Starfskenning æskulýðsstarfsmanns »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Apr 2023 >>
MTWTFSS
27 28 29 30 31 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn