• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » Fréttir » Orðanefnd ýtt úr vör

Orðanefnd ýtt úr vör

8 July, 2013 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir
Orðanefnd á stofnfundi

Orðanefnd að loknum fyrsta fundi. Frá vinstri Hulda V. Valdimarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Jakob F. Þorsteinsson, Eygló Rúnarsdóttir og Ágústa Þorbergsdóttir

Stofnuð hefur verið orðanefnd í tómstundafræðum sem tók formlega til starfa 24. júní síðast liðinn. Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hefur um nokkur skeið unnið að stofnun orðanefndarinnar í samvinnu við Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Ágústu Þorbergsdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Brýnt er að skýra hugtakanotkun í tómstundafræðum og í mörg ár höfum við fundið mjög sterkt fyrir því að fagleg og almenn umræða um tómstundir, frístundir og skyld svið er ekki nægilega skýr. Oft eru mismunandi heiti á sama hugtaki í gangi samtímis. Til þess að fagleg orðræða geti farið fram á íslensku þarf hugtakanotkunin að vera nákvæm. Markmiðið með starfi orðanefndarinnar er skilgreina hugtakagrunn tómstunda- og frístundafræðanna og þar með styrkja faglega orðræðu. Verkefni nefndarinnar verður að gefa út íðorðasafn með íslenskum og erlendum íðorðum með skilgreiningum og mun það koma að miklu gagni fyrir fagfólk og nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði.

Nefndina skipa Jakob Frímann Þorsteinsson, Kolbrún Pálsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir og Eygló Rúnarsdóttir auk þess sem Ágústa Þorbergsdóttir mun vinna með nefndinni.  Leitast verður við að tengja starf orðanefndarinnar við lokaverkefni nemenda og nú þegar er í burðarliðnum eitt lokaverkefni á þessu sviði. Þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri við nefndina er bent á að hafa samband við Jakob jakobf@hi.is.

« „Ekkó bjargaði unglingsárum mínum“ : viðhorf einstaklinga sem voru virkir í félagsmiðstöðinni Ekkó
LAN í félagsmiðstöð – Hvað gerir þú? »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Feb 2023 >>
MTWTFSS
30 31 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 1 2 3 4 5
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn