Snjalltæki í stað samskipta?
8 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hver man ekki eftir því að vera að leik á grasfleti um miðjan eftirmiðdag. Með engar áhyggjur af amstri dagsins. Með stigvaxandi hraða nútímasamfélagsins eigum við það til að gleyma þessum stundum og þá töluvert meira en við gerðum áður. Hvað varð um að vera á einum stað og njóta stundarinnar. Mögulega tóku símarnir þessa gullnu tíma frá okkur eða skertu þá að einhverju leiti. Snjallsímar eiga til að stela þessum dýrmætu augnablikum frá okkur.
Valdefling eða ekki?
7 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Myndin Hækkum Rána hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur og réttilega svo. Myndin fjallar um ungar stúlkur á aldrinum 8-13 ára og þjálfara þeirra Brynjar Karl Sigurðsson. Þjálfarinn notar ýmsar umdeildar aðferðir sem ekki aðeins teljast óæskilegar en einnig taldar hættulegar vegna langvarandi áhrifa á ungmenni og börn. Brynjar Karl er körfuboltaþjálfari með margra ára reynslu og hefur náð miklum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari.
Meiri kynfræðslu – TAKK!
6 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari? Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og […]
Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga
4 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin geta verið erfið, það eru margar nýjar upplifanir, reynsla og hormónaflæðið er alveg á fullu. Það getur verið erfitt að finna jafnvægið í lífinu og unglingar eru viðkvæmir fyrir vissum hlutum. Tiktok auglýsir sig sem skemmtilegan miðil þar sem þú getur sett inn skemmtileg stutt myndbönd og horft á myndbönd hjá öðrum, en eru öll myndböndin góð fyrir unglinga og hvaða áhrif geta þau haft á andlegu heilsu þeirra?
Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess
2 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Mistök eru misskilin af mörgum. Þau eru talin slæm og það er sagt okkur að forðast þau. En margir átta sig ekki á því að mistök eru í raun gjöf til þess að læra og gera betur. Stundum geta mistök jafnvel verið það besta í stöðunni. Því hvernig getum við vitað að við séum að gera hlutina rétt ef við gerum aldrei mistök? Í þessari grein langar mér að leggja áherslu á mikilvægi þess að mistakast. Þetta á við alla […]
Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?
1 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Svefn er eitthvað sem við öll þekkjum og er hann okkur lífsnauðsynjlegur. Svefn er mikilvægur fyrir líkama okkar til að endurnærast og hvílast og undirbúa sig fyrir átök næsta dags. Hann styrkir tauga- og ónæmiskerfi líkamans og heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr hugsunum og tilfinningum okkar. Meðal manneksjan ætti að vera að sofa í um 7 til 9 tíma á hverri nóttu og er lang algengast að fólk sé að fá minni svefn en það. Á […]
Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?
31 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kynfræðsla er eitthvað sem flestir kynnast fyrst þegar þeir eru í grunnskóla en það er margt sem getur verið á bak við hugtakið. Það sem fellur undir kynfræðslu er til dæmis: kynheilbrigði, blæðingar, sáðlát, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, klám, kynþroski, kynhneigð, kynvitund og fleira. En allt er þetta viðfangsefni sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, samt sem áður er það mjög mikilvægt. Þegar ég hugsa um kynfræðslu þá hugsa ég um hvernig mín reynsla var af henni. Þegar ég var […]
Gullfiska athygli ungmenna
30 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hvað ert þú búin að vera lengi í símanum í dag? Gerum við okkur raunverulega grein fyrir því hvað þetta litla tæki tekur mikinn tíma af okkar degi og mikinn hluta af okkar athygli. Þetta málefni kann að vera viðkvæmt sökum þess og mögulega viljum við ekki viðurkenna hver svörin eru við þessum spurningum. Ef horft er í staðreyndir og rýnt er í eðli skjánotkunar og möguleg áhrif hennar að þá vaknar spurningin – erum við að stýra símanum eða […]
Megum við vera með?
25 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að vera unglingur, hvað er það? Nú höfum við það öll sameiginlegt að hafa verið unglingur. Í raun erfiðasta þroskaskeiðið, allavega samkvæmt mér. Við þekkjum það örugglega flest að á þessum tíma á ævi okkar, að okkar eigin sjálfsmynd er alls ekki fullmótuð. Ennþá viðkvæm, en samt með þörf fyrir sjálfræði. Erum að uppgötva heilan helling, eins og á öllum æviskeiðum okkar. En þarna er mikilvægur tími þar sem við erum næstum því fullorðin en samt ekki. Það er samt […]