• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » Ritrýnt efni » Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

10 June, 2013 Posted by Guðmundur Ari under Ritrýnt efni

VandaSigurgeirsdottir-vefurÚtdráttur

Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure). Hefur það ekki verið gert áður á Íslandi með þessum hætti, eftir því sem næst verður komist. Ekki er um einfalt verk að ræða því erlendir fræðimenn eru almennt sammála um að mjög erfitt sé að skilgreina hugtakið. Til umfjöllunar er nálgun frá fimm mismunandi hliðum; tómstundir sem tími, athöfn, gæði, viðhorf og hlutverk og mynda þær grunn að skilgreiningu sem sett er fram í lokin. Skilgreiningin gengur út á að tómstundir séu athöfn, hegðun eða starfsemi sem á sér stað í frítímanum en flokkast ekki sem tómstundir nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau skilyrði eru að einstaklingurinn líti sjálfur svo á að um tómstundir sé að ræða, að athöfnin, hegðunin eða starfsemin sé frjálst val og hafi í för með sér ánægju og jákvæð áhrif.

Hægt er að nálgast greinina hér.

Um höfundinn

Vanda Sigurgeirsdóttir er fædd árið 1965 og starfar hún sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands en þar hefur hún starfað frá upphafi námsins haustið 2001. Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og er sem stendur í doktorsnámi við félagsráðgjafadeild HÍ. Ásamt því að starfa við háskólann er Vanda knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.

 

Tags: Tómstundafræði, Tómstundir
« Skipulagt tómstundastarf gegn brottfalli úr framhaldsskólum
Mikilvægi skipulags íþrótta- og frístundastarfs fyrir unga innflytjendur »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Apr 2023 >>
MTWTFSS
27 28 29 30 31 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn