Posts Tagged by börn
Tónlistaiðkun í frítímanum
18 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður […]
Tíminn fyrir framan skjáinn
24 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingar í dag eyða mun meira af tímanum sínum fyrir framan skjáinn en gert var áður fyrr. Nú er ekki lengur bara sjónvarp í boði heldur eru það líka snjallsímar, spjaldtölvur, leikjatölvur og margt meira. Á þessum tækjum er svo ótrúlega fjölbreytt val af ,,afþreyingu” í boði fyrir unglingana og má þar á meðal nefna TikTok, Snapchat og Youtube. En vita unglingarnir og foreldrarnir hvað þessi aukni skjátími þýðir fyrir þau eða hvaða áhrif þetta hefur á heilsu þeirra? Margar […]
Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda
20 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf […]
Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?
14 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á. Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga […]
Þeirra annað heimili
7 November, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Af hverju skiptir það máli að hafa sérhúsnæði fyrir frístundastarf? Húsnæði fyrir félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili er grundvöllur þess að halda úti góðu og virku starfi. Í húsnæðinu þarf að vera gott flæði þar sem mikil starfsemi fer fram. Húsnæðið þarf að hafa mikið rými svo að krakkarnir hafi pláss til að leika sér. Það er gríðarlega mikilvægt starf sem fer fram í félagsmiðstöð eða á frístundaheimili. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vellíðan barna og ungmenna eykst með frítímastarfi […]
Fyrirmynd eða áhrifavaldur?
25 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í þeim heimi sem við lifum í dag er mikið um svo kallaða áhrifavalda í tísku á samfélagsmiðlum. Sem eru oft að mínu mati með mikið af duldum auglýsingum sem eru alls konar gylliboð fyrir fylgjendur sína og allt eru þetta þarfahlutir að þeirra sögn, „þessi hlutur bara breytir lífi mínu“, „ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti þetta ekki“. Að vera góð fyrirmynd þýðir einfaldlega að koma vel fyrir, láta öðrum líða vel í kringum sig og […]
Að elska sjálfan sig
22 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fyrir mér er það að læra að elska sjálfan sig eins og maður er ótrúlega mikilvægt. Frá því að ég var barn hef ég haft mjög lítið sjálfsöryggi og það var verst á unglingsaldri. Ég var alltof feit, ekki nógu flott, o.fl. Ég sé svo eftir því að hafa ekki bara elskað sjálfa mig eins og ég var í staðin fyrir að rífa mig niður. Ég hefði óskað þess að einhver hefði sýnt mér að hver og einn er sérstakur […]
Engir unglingar eru óþekkir!
15 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Börnum er oft refsað fyrir óæskilega hegðun. En eru börn í raun óþekk, er refsing nokkuð nauðsynleg? Hvernig er best að koma fram við börnin sín? Foreldrar eru misjafnir eins og börn eru misjöfn. Það getur verið flókið að ala upp annan einstakling, enda fylgja engar leiðbeiningar með barni við fæðingu. En það skiptir miklu máli hvernig foreldrar koma fram við börnin sín. Í langflestum tilfellum eru foreldrar að gera það sem þau halda að sé best fyrir barnið sitt. […]