Posts Tagged by brottfall
Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi
8 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fjórða grein Heimsmarkmiða (2015) kveður á um menntun fyrir alla. Og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa átt aðild að síðan árið 1992 er hægt að vitna í margar greinar sem tengja má við jöfnuð og aðgang að menntun. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) kemur jafnframt í ljós sú staðreynd að framhaldsskólanum beri að sinna öllum nemendum hvernig svo sem undirbúningi þeirra er háttað úr grunnskóla, stuðla að alhliða þroska þeirra, búa þá undir störf í þjóðfélaginu og frekara nám.
Brottfall unglinga í skipulögðum íþróttum
1 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Regluleg hreyfing barna og unglinga er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Samfélagið okkar í dag virðist vera að draga úr daglegri hreyfingu og kyrrseta ungmenna orðin algengari en áður. Hreyfing ungmenna getur dregið úr andlegum og líkamlegu sjúkdómum, svo sem kvíða og þunglyndi. Einnig eru ungmenni sem stunda íþróttir að sýna fram á betri sjálfsmynd og eru mun ólíklegri til að neyta vímuefna.
Hvenær eru tómstundir orðnar kvöl og pína?
16 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir ef ekki allir unglingar nú til dags stunda tómstundir. Þær geta verið af ýmsu tagi; æfa íþróttir, læra á hljóðfæri eða slaka á í góðra vina hópi svo eitthvað sé nefnt. Tómstundir eru jákvæðar, uppbyggjandi og skemmtilegar en hvenær fara þær að verða kvöð og pína? Eru unglingarnir að stunda þær fyrir sig sjálf eða til þess eins að þóknast öðrum?
Samvera skiptir máli
10 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn […]
Þarf alltaf að vera keppni?
10 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Í gegnum árin fékk ég oft að heyra það hversu frábært það væri fyrir mig sem einstakling að stunda skipulagðar íþróttir. Ávinningurinn var svo mikill, bæði líkamlegur og andlegur, en síðast en ekki síst félagslegur. Að vera í góðu formi var æðislegt, ég var ánægð með sjálfa mig og leið vel. Mínir bestu vinir tóku alltaf vel á móti mér á æfingum, bæði kvölds og morgna. Við stefndum öll að því sama, að vera eins góð í sundi og við […]