Posts Tagged by Félagsmiðstöð
Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?
6 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég er starfsmaður í félagsmiðstöð og er það yndisleg vinna. Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir því að vinna með unglingum. Ég var frekar viss um það, þegar ég var sjálf unglingur, að ég vildi vinna í félagsmiðstöð þegar ég yrði eldri. Ég sótti mikið í mína eigin félagsmiðstöð sem unglingur og leit mikið upp til starfsmannana, og er það líklega ein af mörgum ástæðum af hverju ég vildi vinna á þessum vettvangi.
Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?
27 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Og hvaða skápur er þetta? Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér […]
Er ég velkominn hér?
22 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir hafa lent í því að finnast þeir ekki velkomnir einhversstaðar. Hvort sem það er á vinnustað, heima hjá einhverjum sem er manni nærri eða bara meðal fólks sem maður þekkir ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að finnast við vera velkomin og það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum. Mér finnst gott að heyra góðan daginn þegar ég fer í búðina eða að hótelherbergið mitt sé vel upp á búið og hreint þegar ég leyfi mér […]
Mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar
12 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin eru árin sem margir bíða eftir og eru spenntir að fá að upplifa nýja hluti og fá að vera sjálfstæðari. Á þessum tíma eru þó margar breytingar sem eiga sér stað, bæði andlega og líkamlega. Sjálfmyndin er að mótast, sjálfstraustið fer upp og niður eftir dögum jafnvel klukkutímum og síðan eru það tilfinningasveiflurnar sem einkenna oft unglingsárin hjá mörgum unglingum enda er oft sagt að það sé sko ekkert létt að vera unglingur. Þegar sjálfsmyndin okkar er að mótast, […]
Að vera „gamall“ forstöðumaður í félagsmiðstöð
22 March, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 2014 fékk ég starf sem forstöðumaður í félagsmiðstöð þá fertug að aldri. Fyrir það vann ég sem grunnskólakennari en hafði verið viðloðandi félagsmiðstöðvarstarfið í 11 ár bæði sem starfsmaður og sem tengiliður skólans við félagsmiðstöðina. Mér mætti furðulegt viðmót, það upplifði ég frá kollegum mínum í grunnskólanum sem og mörgum öðrum í kringum mig. Af hverju að fara að vinna í félagsmiðstöð lærður grunnskólakennari? Ertu þá ekki alltaf að vinna á kvöldin? Hvað ertu að gera í vinnunni, spila […]
Samfélagsleg styrkleikakort
4 January, 2021 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Það er alltaf mikil orka sem fylgir því að hefja nýtt ár og nýja önn í tómstunda- og félagsmálastarfi. Eftir undarlega haustönn erum við reynslunni ríkari með allskyns nýjar leiðir til þess að halda úti starfinu en einnig bindum við vonir við að hægt verði að halda úti hefðbundnu starfi í auknum mæli næstu mánuði. Við upphaf nýrrar annar er alltaf gott að staldra við, ígrunda og rýna starfið, hvað er að ganga vel og hvar viljum við sækja fram. […]
Þeirra annað heimili
7 November, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Af hverju skiptir það máli að hafa sérhúsnæði fyrir frístundastarf? Húsnæði fyrir félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili er grundvöllur þess að halda úti góðu og virku starfi. Í húsnæðinu þarf að vera gott flæði þar sem mikil starfsemi fer fram. Húsnæðið þarf að hafa mikið rými svo að krakkarnir hafi pláss til að leika sér. Það er gríðarlega mikilvægt starf sem fer fram í félagsmiðstöð eða á frístundaheimili. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vellíðan barna og ungmenna eykst með frítímastarfi […]
Er starfandi félagsmiðstöð í þínu hverfi?
12 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef unnið í tómstunda- og frístundstarfi undanfarin 15 ár með hléum, hef starfað sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð, frístundaleiðbeinandi, aðstoðarverkefnastjóri í frístund og svo aftur aðstoðarverkefnastjóri í félagsmiðstöð. Ég byrjaði óvart að vinna í félagsmiðstöð í Hafnarfirði þegar ég var 20 ára og vissi hreinlega ekkert út í hvað ég var að fara. Ég fann strax að þetta var eitthvað sem hentaði mér en ég var samt alltaf alveg að fara að hætta. Samfélagið, vinir og vandamenn áttu það til […]
Geta stjórnvöld opnað augun?
7 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég flokka mig sem fagmann í frítímaþjónustu. Reynsla mín hefur kennt mér að staðan getur verið gríðarlega erfið og krefjandi. Unglingarnir leita til okkar sem trúnaðarmanna og jafnvel sem vina til að hjálpa þeim að vísa veginn fyrir framtíðina. Þessi vettvangur skapar tækifæri fyrir einstaklinga, þar sem á að vera fullt aðgengi fyrir alla. Þegar litið er á starfsemi félagsmiðstöðva er mikilvægi starfsmannsins gríðarleg. Starfsmaður starfar sem fyrirmynd, sinnir mismunandi hlutverkum í lífi barna og unglinga. Hann er félagi, ráðgjafi […]
Starfsmenn félagsmiðstöðva með þarfir barna og ungmenna í fyrirrúmi
15 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Eftir að hafa verið nemandi í grunnskóla og starfsmaður í tveimur grunnskólum seinna meir, varð mér hugsað til starfsfólks félagsmiðstöðva og frístundasstarfs utan skóla. Þá sérstaklega um mikilvægi þess að það séu góðar fyrirmyndir og hvetji ungmenni til virkrar þátttöku, þar sem virðing og skemmtilegheit eru í fyrirrúmi. Af minni reynslu er starfsfólkið í félagsmiðstöðvum að vinna almennt mjög gott starf, þó auðvitað megi alltaf bæta sig. Ungmenni eru eins mismunandi og þau eru mörg, sumum finnst ekkert mál að […]