• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri

Posts Tagged by félagsmiðstöðvar

Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

24 June, 2021 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið. Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi […]

„Sá á Instagram að þú reykir og drekkur allar helgar“

4 May, 2021 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Samfélagsmiðlar hafa verið mikið í umræðunnu síðustu ár. Í dag eru samfélagsmiðlar helsti samskiptamáti fólks. Stærstu miðlarnir eru Facebook, Instagram og TikTok. Það eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum enda eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem að fylgja þeim. Það sem að félagsmiðstöðvar þurfa að takast á við og getur verið frekar flókið mál eru starfsmenn á samfélagsmiðlum. Félagsmiðstöðvar nota mikið samfélagsmiðla í starfinu sínu. Instagram hefur verið hvað mest notað þegar kemur að starfi félagsmiðstöðva. Þar inn koma allar […]

Forvarnargildi félagsmiðstöðva í minni sveitarfélögum

18 June, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Þegar litið er á íslenska unglinga má sjá ótrúlega mismunandi einstaklinga og fjölbreytta hópa. Í gegnum kynslóðirnar sést hvað áherslurnar breytast gríðarlega hratt þar sem á þessu tímabili breyta unglingar um stefnu og stað á stuttum tíma. Þau kynnast nýju fólki, taka fyrstu skrefin að sjálfstæði og þroskast mikið á örfáum árum. Fólk sem vinnur með unglingum sér hvað hópar eru mismunandi, áherslur í starfi breytast og að starfið er stanslaust að þróast. Áhugamál einstaklinga eru mismunandi og í mörgum […]

Félagsmiðstöðvar og landsbyggðin

7 May, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Lífið sem unglingur á Höfn gat oft á tíðum verið leiðinlegt og leið mér eins og ekkert væri í boði í litla bænum sem ég bjó í, að ég hélt. Á þeim tíma upplifði ég Reykjavík sem stað valmöguleikanna, þá sérstaklega fyrir unglinga. Í Reykjavík var hægt að fara í Kringluna, Smáralindina, í keilu og bíó! Í dag bý ég í Reykjavík vegna náms og þó allir þessir valmöguleikar séu til staðar eru þeir kannski ekki endilega fyrir mig. Ég […]

Fjöldatölur, kyn og gæði?

7 April, 2020 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Þegar tómstundastarf í félagsmiðstöðvum er metið koma fjöldatölur oftar en ekki við sögu. Starfsmenn í hverri félagsmiðstöð í Reykjavíkurborg þurfa að halda utan um fjölda þeirra ungmenna sem sækja starfið hverju sinni. Þátttakendur þurfa oftar en ekki sjálfir að muna eftir því að skrá að þeir hafi mætt og tekið þátt í starfinu. Tölunum er svo safnað saman fyrir hvert tímabil og þær skoðaðar. Ég tel eðlilegt upp að vissu marki að notast við fjöldatölur til að stjórnendur hafi yfirsýn […]

Hvað ertu eiginlega að gera í vinnunni?

22 May, 2019 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Ég starfa í félagsmiðstöð. Oftar en ekki er ég spurð hvað þetta sé eiginlega, hvað ég sé að gera í vinnunni. Einnig hef ég fengið að heyra það sem fólk heldur að starfi mitt snúist um. Að ég sé einungis þarna til að hafa auga með unglingum, opna fyrir þeim húsið og loka þegar útivistartíma lýkur. Ég hef líka lent í að fólk sé undrandi yfir fjölda starfsmanna í félagsmiðstöðinni þegar í raun og veru er oft undirmannað á þessum vettvangi. Ég tek því […]

Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung

20 February, 2019 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján […]

Reykvél með blómalykt

30 November, 2018 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Að reykja rafrettur, eða „veipa“, er æði sem gengur nú yfir þjóðina –allir svölu unglingarnir eiga veip og keppst er um að vera alltaf með nýtt bragð og blása sem stærstu gufuskýi yfir næsta mann. Strax og rafrettur náðu vinsældum hófst umræðan um hvort þetta væri einhverju skárra en sígarettur. Margir fullorðnir nikótínfíklar skiptu úr sígarettum og munntóbaki yfir í rafrettur í von um að losna við hina hvimleiðu fylgikvilla tóbaks, svo sem óþef, versnandi heilsu og kostnaði.

Af hverju er ekki meira gert fyrir börn og unglinga í Listasöfnum í Reykjavík?

4 June, 2018 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

  Ég er nemandi í Listfræði við Háskóla Íslands og er að taka Tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein við BA gráðuna mína. Einnig hef ég unnið hjá Reykjavíkurborg og farið með hópa af börnum og unglingum á listasöfnin í Reykjavík. Mér finnst mikilvægt að börn og unglingar kynnist listum vegna þess að það eykur þroska þeirra og skilning á menningu þeirri sem þau eru partur af. Listir eru uppeldisatriði og börn eiga rétt á að læra að njóta lista, eins […]

Frá fikti til dauða

30 March, 2018 Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar

Árið 2018 er ný gengið í garð og hafa nú þegar sex einstaklingar látið lífið af völdum fíkniefnaneyslu, sex einstaklingum of mikið. Einstaklingarnir eru með misjafnan bakgrunn og eru á öllum aldri sem skilja eftir sig börn, foreldra, maka og aðra ættingja og vini í miklum sárum. Að sjá á eftir ástvini sem fer þessa leið er hræðilegt. Hver einn og einasti aðstandandi hugsar með sér hvað hefði ég getað gert betur? Hvað klikkaði? Fyrst kemur reiðin, síðar sorgin og svo […]

Next Page »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Apr 2023 >>
MTWTFSS
27 28 29 30 31 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn