Posts Tagged by Frítími
Samfélagsmiðlar og snjalltæki að taka yfir?
9 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að mínu mati eru unglingar í dag minna úti heldur en hér áður fyrr eða eins og ég upplifi það þá eru krakkar og unglingar meira inni að „hanga“ í tölvunni og símanum. Samfélagsmiðlar eru hægt og rólega að taka yfir líf ungra einstaklinga. Sumir segja meira að segja að það sé nú þegar orðið þannig að samfélagsmiðlar hafa tekið yfir lífið hjá mörgum ef ekki flestum unglingum. En hvað væri þá hægt að gera fyrir þessa unglinga eða hvað […]
Þekkja unglingar mikilvægi tómstunda?
4 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort unglingar viti afhverju þeir stunda tómstundir. Hvað er það sem er svona mikilvægt við þær? Ég nýti mér oft tækifærið og spyr þá unglinga sem ég þekki til hvers þau stundi tómstundir og hvað þær gefi þeim. Oftar en ekki vita unglingarnir ekkert hverju þeir eiga að svara. Þó svo það séu til ótal margar skilgreiningar á því hvað tómstundir eru og ekki séu allir fræðimenn sammála hvernig best sé að skilgreina […]
Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?
18 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég var hætt í öllum skipulögðum íþróttum þegar ég byrjaði á unglingastigi í grunnskóla. Ég var þó í ungmennaráði í einhvern tíma og mætti oft í félagsmiðstöðina. Ég tók virkan þátt í félagslífinu, bæði í grunnskólanum og í félagsmiðstöðinni og fannst það mjög skemmtilegt. Það er kannski mikilvægt að ég taki það fram að ég ólst upp út á landi og tala út frá minni reynslu.
Samvera skiptir máli
10 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn […]
Unglingar: Inni eða úti?
19 September, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
„Þegar ég var unglingur hittumst við vinirnir úti, fórum í leiki og skemmtum okkur konunglega. Nú orðið er enga unglinga að sjá utandyra heldur hanga allir inni í tölvunni!“ Svipaða frasa fékk ég oft að heyra sem unglingur frá fullorðnu fólki þegar nostalgían hellist yfir og þeir fullorðnu fussa og sveia yfir unglingum nútímans. Og jú, fullorðna fólkið hefur eitthvað til síns máls þar sem tímarnir breytast og mennirnir með en er það svo slæmt? Vissulega fleygir tækninni fram og […]
Frítíminn og framhaldsskólinn
16 August, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Um sextán ára aldurinn hætti ég að æfa fimleika og eftir stóð stelpa með ótrúlega mikinn frítíma í höndunum, stelpa sem hafði stundað skipulagt tómstundastarf í rúm 12 ár og var svo viss um það að hún hefði öðrum mikilvægum hnöppum að hneppa en að æfa íþróttir – En stóra spurningin var, hvað átti ég að gera við allan þennan frítíma? Ég byrjaði að vinna tvisvar í viku eftir skóla og aðra hvora helgi, þar á milli hékk ég með […]
Tölvuleikir þurfa ekki að vera slæmir
18 July, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 1962 var fyrsti tölvuleikur heims talinn vera forritaður. Sá leikur var kallaður Spacewar og var frekar einfaldur miðað við það sem við þekkjum í dag. Samt sem áður var þessi leikur spilaður á tölvu sem var á stærð við bíl þar sem að þessi nýja tækni var ekki langt komin. Þarna fór boltinn að rúlla og með árunum sem liðu fóru fleiri slíkir leikir að koma við sögu. Á níunda áratugnum voru spilakassaleikir orðnir vinsælir og ansi margir en […]
Yndislestur á undanhaldi?
26 June, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef alltaf haft gaman af bókum, alveg síðan ég lærði að lesa. Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og ný bók. Það voru ófáir klukkutímarnir sem fóru í að lesa fleiri, fleiri bækur um alls konar fólk, staði og ævintýri. Við bókalestur fær maður innsýn í annan heim og lærir að sjá og skilja heiminn á annan hátt. Ég tel af persónulegri reynslu bækur vera þroskandi og góða afþreyingu sem hægt er að gleyma sér við í […]
,,Það er ekkert að gera á þessum stað“
11 June, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í gegnum tíðina hef ég oft heyrt þessa setningu ,,það er ekkert að gera á þessum stað“ og eflaust eru margir aðrir sem koma frá litlum þorpum og bæjum utan af landsbyggðinni sem hafa heyrt þetta líka. Oftar en ekki þá má heyra unglingana segja þessi orð og ástæðan sú að þeim finnst lítið sem ekkert tómstundastarf vera í boði fyrir þá í sínum bæ. Vissulega er þetta rétt að mörgu leyti, það er kannski bara ein íþrótt sem hægt […]
Tómstundir og lífsleikni
13 November, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hvað eru tómstundir? Margar fræðilegar skilgreiningar eru til á hugtakinu og enn fleiri í hugum einstaklinga sem allir leggja sína merkingu í orðið. Tími utan vinnu eða skóla? Allur frítími? Hvað ef vinnan er áhugamálið mitt? Er vinnan þá tómstund? Eða er tómstund allur óskipulagður tími, utan æfinga, funda, vinnu, skóla og annars? Er salsakvöld annan hvern þriðjudag tómstund? En ef ég fæ mér vínglas? Er vín tómstund? Eða fíkniefni? Ef ég neyti áfengis eða fíkniefna í frítíma mínum er […]