Posts Tagged by fyrirmyndir
Erum við góðar fyrirmyndir?
19 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í nútímasamfélagi þá eigum við flest öll snjallsíma eða snjalltæki og flest okkar eru með einhver af eftirfarandi öppum hjá okkur; Facebook, Snapchat, Instagram og TikTok. Við sem fullorðin erum ættum að geta lesið á milli raunveruleikans og þeirrar glansmyndar sem oft er sett á samfélagsmiðla. Við vitum að ekki er allt sem sýnist en hvað með ungmennin okkar? 13 ára aldurstakmark er á þessi forrit en margir eru komnir með aðgang áður en þeir ná þeim aldri. Eru börnin […]
Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?
15 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
Ungmennin okkar í samfélaginu lifa í svo óraunverulegum heimi og undir mikilli pressu frá aðallega samfélagsmiðlum. Um er að ræða þessa áhrifavalda sem eru að valda mesta kvíðanum hjá ungmennum í dag. Áhrifavaldar eru að sýna frá lífi sínu, gefa afsláttarkóða þegar þau auglýsa vörur og allskonar sem er ekki raunin en ungmennin skilja það ekki því þau hafa ekki lifað við annað heldur en þetta neikvæða samfélagsmiðlalíf sem er nú til dags og þá telja þau bara að áhrifavaldar […]
Valdefling eða ekki?
7 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Myndin Hækkum Rána hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur og réttilega svo. Myndin fjallar um ungar stúlkur á aldrinum 8-13 ára og þjálfara þeirra Brynjar Karl Sigurðsson. Þjálfarinn notar ýmsar umdeildar aðferðir sem ekki aðeins teljast óæskilegar en einnig taldar hættulegar vegna langvarandi áhrifa á ungmenni og börn. Brynjar Karl er körfuboltaþjálfari með margra ára reynslu og hefur náð miklum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari.
Megum við vera með?
25 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að vera unglingur, hvað er það? Nú höfum við það öll sameiginlegt að hafa verið unglingur. Í raun erfiðasta þroskaskeiðið, allavega samkvæmt mér. Við þekkjum það örugglega flest að á þessum tíma á ævi okkar, að okkar eigin sjálfsmynd er alls ekki fullmótuð. Ennþá viðkvæm, en samt með þörf fyrir sjálfræði. Erum að uppgötva heilan helling, eins og á öllum æviskeiðum okkar. En þarna er mikilvægur tími þar sem við erum næstum því fullorðin en samt ekki. Það er samt […]
Að elska sjálfan sig
22 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fyrir mér er það að læra að elska sjálfan sig eins og maður er ótrúlega mikilvægt. Frá því að ég var barn hef ég haft mjög lítið sjálfsöryggi og það var verst á unglingsaldri. Ég var alltof feit, ekki nógu flott, o.fl. Ég sé svo eftir því að hafa ekki bara elskað sjálfa mig eins og ég var í staðin fyrir að rífa mig niður. Ég hefði óskað þess að einhver hefði sýnt mér að hver og einn er sérstakur […]
Er íslenskan orðin tískuslys?
2 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Við lifum á öld þar sem tækninni fleygir áfram og sífellt fleiri nýjungar koma fram sem allir verða að eignast. Flestir horfa á sjónvarpið, símann eða tölvuna á hverjum degi. Ungmenni nota styttingar á orðum eða ensku slettur sem að eldra fólkið skilur ekki og eldra fólkið notar íslensk orð sem að unga fólkið skilur ekki. Það er undantekningarlaust að maður heyrir í ömmum og öfum eða frænkum og frændum að ungmenni í dag kunni ekki að tala íslensku. Því miður hef ég, manneskja […]
Starfsmenn félagsmiðstöðva með þarfir barna og ungmenna í fyrirrúmi
15 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Eftir að hafa verið nemandi í grunnskóla og starfsmaður í tveimur grunnskólum seinna meir, varð mér hugsað til starfsfólks félagsmiðstöðva og frístundasstarfs utan skóla. Þá sérstaklega um mikilvægi þess að það séu góðar fyrirmyndir og hvetji ungmenni til virkrar þátttöku, þar sem virðing og skemmtilegheit eru í fyrirrúmi. Af minni reynslu er starfsfólkið í félagsmiðstöðvum að vinna almennt mjög gott starf, þó auðvitað megi alltaf bæta sig. Ungmenni eru eins mismunandi og þau eru mörg, sumum finnst ekkert mál að […]
Verum fyrirmyndir
28 March, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sú sem hér ritar hefur mikið verið að hugsa um kvíða barna og ungmenna undanfarið vegna BA ritgerða skrifa um kvíða barna. Við þekkjum örugglega öll tillfinninguna að upplifa kvíða af einhverju tagi eða við ákveðnar aðstæður. Margir eiga börn og ungmenni sem eiga við kvíðavandamál að stríða. Að vera ungmenni í dag getur ekki verið auðvelt. Annars eru unglingsárin sjaldan auðveldur tími en með hröðum tækni- og samfélagsbreytingum getur undirritaður ímyndað sér að það sé ansi erfitt að standast […]
Tæknin vs. uppeldið
19 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa […]