Posts Tagged by jafnrétti
Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?
11 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Frístundastyrkir hafa verið til lengi og komu fyrst fram árið 2007 í formi frístundakortsins, en þá var upphæð styrksins 12.000 krónur . Síðan þá hafa þeir þróast og vaxið upp í 50.000 krónur sem þarf að nota í tómstund sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta hefur styrkt tómstundastarf á Íslandi mikið og gerir stofnunum eins og Myndlistaskóla Reykjavíkur kleift að ráða starfsfólk í fulla vinnu. Það er líka vel þekkt fyrirbæri að íslenskir íþróttaþjálfarar í yngri flokkum eru á heimsklassa mælikvarða […]
Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi
8 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fjórða grein Heimsmarkmiða (2015) kveður á um menntun fyrir alla. Og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa átt aðild að síðan árið 1992 er hægt að vitna í margar greinar sem tengja má við jöfnuð og aðgang að menntun. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) kemur jafnframt í ljós sú staðreynd að framhaldsskólanum beri að sinna öllum nemendum hvernig svo sem undirbúningi þeirra er háttað úr grunnskóla, stuðla að alhliða þroska þeirra, búa þá undir störf í þjóðfélaginu og frekara nám.
Upplifa ungar stúlkur í fótbolta kynjamisrétti?
27 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Árið 2000 var ég fótboltamamma stúlku sem æfði íþróttina ásamt vinkonum sínum í íþróttafélagi í Reykjavík. Þessar stelpur elskuðu að spila fótbolta, þær lögðu sig allar fram og æfðu mikið. Þjálfarinn þeirra lagði sitt af mörkum til að styðja stelpurnar, enda sá hann að áhuginn og dugnaðurinn var til staðar. Allt var fyrir hendi nema aðstaða fyrir stelpurnar. Þarna var góður keppnisvöllur, æfingavöllur og aukavöllur en stundum var ekki pláss fyrir þær. Þegar þær mættu á æfingu þá voru strákarnir […]
Taka unglingar kynjajafnrétti alvarlega?
12 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í námi mínu við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands las ég nýlega grein sem fjallar um kynjajafnrétti. Og heitir hún „Er áhugi á kynjajafnrétti sprottinn af áhyggjum af slakri stöðu drengja?“ Þessi grein vekur mann svolítið til umhugsunar og titillinn er frekar grípandi því maður tekur meira og meira eftir því í samfélaginu að drengir eru svolítið útundan í „kynjajafnréttis“ fræðslunni sem nú á sér stað.
Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi
11 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
Við viljum að unglingarnir okkar verði einhvern tíma fullorðin. En erum við að skapa öllum unglingunum okkar sömu tækifæri til að verða fullorðin? Við erum að gera samfélaginu okkar erfitt fyrir með því að skipuleggja frístundastarf fyrir fatlaða unglinga á þann hátt sem við gerum núna. Fatlaðir unglingar hafa ekki aðgang að nákvæmlega sama frístundastarfi og aðrir unglingar hafa. Dæmi um þetta eru frístundaklúbbar fyrir 10 – 16 ára unglinga sem eru einungis opnir á daginn eftir skóla en ekki […]