Eflum sjálfstæði unglinga

Sjálfstæði unglinga hefur alltaf verið mér hugleikið og byrjaði þegar ég var sjálf unglingur sem þráði sjálfstæði og virðingu þeirra fullorðnu í kringum mig. Seinna fór ég að velta þessu hugtaki fyrir mér sem móðir, skátaforingi og ekki síst eftir að ég gerðist nemi í tómstunda- og félagsmálafræði.

Sem ungabörn lærum við um orsök og afleiðingu, við hendum frá okkur hlutum og til að byrja með þá er einhver sem að réttir okkur hlutinn til baka, sem sagt engin afleiðing og þetta verður að hinum skemmtilegasta leik. En það kemur að því að hinn aðilinn þreytist á leiknum og hættir að rétta okkur hlutinn. Á þennan hátt lærum við hægt og rólega að hætta að henda frá okkur því hluturinn skilar sér ekki alltaf til baka. Lesa meira “Eflum sjálfstæði unglinga”

Ég pant fá að ráða!

Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað  um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt eru málsmetandi forkólfar og talsmenn mismunandi hagsmunahópa. Lesa meira “Ég pant fá að ráða!”