Posts Tagged by kynfræðsla
Meiri kynfræðslu – TAKK!
6 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari? Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og […]
Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?
31 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kynfræðsla er eitthvað sem flestir kynnast fyrst þegar þeir eru í grunnskóla en það er margt sem getur verið á bak við hugtakið. Það sem fellur undir kynfræðslu er til dæmis: kynheilbrigði, blæðingar, sáðlát, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, klám, kynþroski, kynhneigð, kynvitund og fleira. En allt er þetta viðfangsefni sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, samt sem áður er það mjög mikilvægt. Þegar ég hugsa um kynfræðslu þá hugsa ég um hvernig mín reynsla var af henni. Þegar ég var […]
Áhrif kláms á unglinga
23 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tíminn líður og er margt sem breytist með honum. Það sem áður hefur verið talið ,,eðlilegt” er ekki samþykkt í dag og öfugt. Eitt af því sem breytist með tímanum er mannfólkið. Það er í okkar eðli að aðlagast nýjum hlutum. Tæknin er þróaðri og betri, fólk og mörg málefni opnari. Áður hefur kynlíf og klám verið taboo og enginn talað opinskátt um það. Það er mikilvægt að unglingar fái næga og góða kynfræðslu því kynlíf getur verið stór partur […]
Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum
13 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Barna- og unglingsárin geta reynst okkur misjöfn og miserfið enda miklar breytingar sem eiga sér stað bæði á líkama og sál á því tímabili. Unglingsárin eru tími forvitni um hina og þessa hluti eins og ástina, kynhneigð og kynlíf svo eitthvað sé nefnt og mætti segja að ungmenni verði forvitnari með hverjum deginum sem líður. Kynfræðsla í grunnskólum spilar því lykilhlutverk í því að stuðla að kynheilbrigði ungmenna og ætti hún að vera skylduáfangi í aðalnámskrá grunnskólanna en ekki undirflokkur […]
Hvar er kynfræðslan?
13 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Af hverju eru unglingar ekki að fá næga fræðslu um kynlíf? Er nóg að hjúkrunarfræðingur sé að koma í nokkrar kennslustundir með kynfræðslu? Af hverju er kynfræðsla ekki orðinn skylduáfangi í öllum skólum landsins? Unglingsárin eru þau ár sem margir fara að hugsa um kynlíf, velta upp ýmsum spurningum um kynlíf og eru mögulega byrjaðir að stunda kynlíf. Þetta eru líka árin þegar ástin kviknar og margir unglingar ,,byrja saman“. Því er mikilvægt að unglingar séu að fá góða fræðslu um kynlíf […]
Free the nipple, þöggun, konur tala, me too og hvað svo?
27 May, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Feminískar netbyltingar hafa verið sýnilegar síðustu ár og íslenskir unglingar verða varir við þessar byltingar, jafnvel meir en við fullorðna fólkið þar sem flest eyða þau meiri tíma en við á bak við skjáinn. Allar snúa þessar byltingar að sjálfræði kvenna yfir eigin líkama og það að skila skömminni. En hver eru næstu skref? Hvað getum við gert til þess að fyrirbyggja þörfina á byltingum sem þessum eftir nokkur ár? Opinská umræða um kynlíf, kynheilbrigði, klám, kynverund og kynhneigð er eitthvað sem ég tel geta […]
Kynlíf og unglingar
30 July, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin eru viðkvæmir tímar í lífi flestra. Spurningar og vangaveltur um allskyns atriði vakna. Eitt þeirra atriða er kynlíf. Sú umræða getur verið vandræðaleg og óþægileg fyrir flesta unglinga og þeir vilja helst ekki tala um það um við aðra en forvitnir eru þó flestir. Hvar fá krakkarnir svör við sínum vangaveltum? Á vafasömum netsíðum, samskiptum við félaga, í myndum og fleira í þeim dúr. Skilaboðin sem þaðan eru fengin eru oft að kynlíf sé eftirsóknarvert, karlar eru alltaf til […]
Kyn- og klámfræðsla vikulegur þáttur í grunnskólum landsins
29 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þurfum við ekki að halda áfram að opna umræðuna um kynlíf við unglingana okkar? Kynlíf er eitthvað sem flestum unglingum langar sennilega að vita mikið um en hafa jafnvel ekki kjarkinn í að tala um. Mikið af unglingum þora ekki, finnst vandræðalegt eða vita einfaldlega ekki hvernig þeir eiga að byrja umræðuna um kynlíf. Þessi umræða á ekki að vera feimnismál heldur eiga krakkar að geta fræðst um kynlíf eins og allt annað. Margar ranghugmyndir eru um kynlíf í nútímasamfélagi. […]
Kynfræðsla fyrir unglinga
23 June, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef lítið verið að pæla í því hvernig kynfræðsla er í skólum landsins en ég átti spjall við systur mína sem er tiltölulega nýbúin með 10. bekk. Við ræddum aðeins um hvernig kynfræðslan var hjá henni og hvernig hún var frábrugðin minni. Eftir að hafa rætt saman í smá stund þá komst ég að því að kynfræðslan sem hún fékk og sú sem ég fékk fyrir 10 árum voru ekki jafn ólíkar og ég átti von á. Þegar ég […]
Þarf að flokka fólk eftir kynhneigð?
30 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju við þurfum að flokka eða skilgreina kynhneigð okkar. Ég hef oft heyrt frá fólki „helduru að þessi sé lessa?“ eða „það kæmir mér ekkert á óvart ef hún væri lessa“. Kynhneigð fólks kemur öðrum ekkert við og fólk á að fá að elska þá sem þau elska. Það er oft talað um að það sé mikill léttir fyrir einstaklinga að koma loksins út úr skápnum og eru jafnvel búin að gera sitt […]