Posts Tagged by lífsleikni
Meiri kynfræðslu – TAKK!
6 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari? Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og […]
Eflum sjálfstæði unglinga
22 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sjálfstæði unglinga hefur alltaf verið mér hugleikið og byrjaði þegar ég var sjálf unglingur sem þráði sjálfstæði og virðingu þeirra fullorðnu í kringum mig. Seinna fór ég að velta þessu hugtaki fyrir mér sem móðir, skátaforingi og ekki síst eftir að ég gerðist nemi í tómstunda- og félagsmálafræði. Sem ungabörn lærum við um orsök og afleiðingu, við hendum frá okkur hlutum og til að byrja með þá er einhver sem að réttir okkur hlutinn til baka, sem sagt engin afleiðing […]
Tómstundir og lífsleikni
13 November, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hvað eru tómstundir? Margar fræðilegar skilgreiningar eru til á hugtakinu og enn fleiri í hugum einstaklinga sem allir leggja sína merkingu í orðið. Tími utan vinnu eða skóla? Allur frítími? Hvað ef vinnan er áhugamálið mitt? Er vinnan þá tómstund? Eða er tómstund allur óskipulagður tími, utan æfinga, funda, vinnu, skóla og annars? Er salsakvöld annan hvern þriðjudag tómstund? En ef ég fæ mér vínglas? Er vín tómstund? Eða fíkniefni? Ef ég neyti áfengis eða fíkniefna í frítíma mínum er […]
Bara að einhver hlusti
8 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við […]