Unglingurinn og netið – Hvert er vandamálið?

Ungdómurinn virðist alltaf vera að fara til andskotans af mismunandi ástæðum gegnum tíðina. Þegar ég var unglingur þá bar þar hæst klæðaburður, unglingadrykkja, miðbærinn og útivistartímar. Við klæddumst upp til hópa öllu svörtu, í svo rifnum buxum að þær héldust saman á voninni einni saman og litum helst út fyrir að vera meðlimir í einhvers konar sértrúarsöfnuði. Við byrjuðum mörg að drekka áfengi strax eftir fermingu og aðal samverustaður okkar voru sjoppurnar og miðbærinn um helgar. Foreldrar voru það ráðalausir á þessum tíma að það var ekkert gert og þetta fékk að viðgangast. Í dag er það netnotkun ungdómsins sem gerir fólk ráðalaust. Það eru skrifaðar allskyns greinar um afleiðingar of mikillar netnotkunar þar sem netið er ljóti kallinn. Það er skrifað um áhrifin á andlega, líkamlega og félagslega heilsu ungs fólks, en að mínu mati er lítið talað um farsælar lausnir í þessu sambandi heldur einungis afleiðingar.

Lesa meira “Unglingurinn og netið – Hvert er vandamálið?”