Posts Tagged by samfélagsmiðlar
Erum við góðar fyrirmyndir?
19 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í nútímasamfélagi þá eigum við flest öll snjallsíma eða snjalltæki og flest okkar eru með einhver af eftirfarandi öppum hjá okkur; Facebook, Snapchat, Instagram og TikTok. Við sem fullorðin erum ættum að geta lesið á milli raunveruleikans og þeirrar glansmyndar sem oft er sett á samfélagsmiðla. Við vitum að ekki er allt sem sýnist en hvað með ungmennin okkar? 13 ára aldurstakmark er á þessi forrit en margir eru komnir með aðgang áður en þeir ná þeim aldri. Eru börnin […]
Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?
15 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
Ungmennin okkar í samfélaginu lifa í svo óraunverulegum heimi og undir mikilli pressu frá aðallega samfélagsmiðlum. Um er að ræða þessa áhrifavalda sem eru að valda mesta kvíðanum hjá ungmennum í dag. Áhrifavaldar eru að sýna frá lífi sínu, gefa afsláttarkóða þegar þau auglýsa vörur og allskonar sem er ekki raunin en ungmennin skilja það ekki því þau hafa ekki lifað við annað heldur en þetta neikvæða samfélagsmiðlalíf sem er nú til dags og þá telja þau bara að áhrifavaldar […]
Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga
4 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Unglingsárin geta verið erfið, það eru margar nýjar upplifanir, reynsla og hormónaflæðið er alveg á fullu. Það getur verið erfitt að finna jafnvægið í lífinu og unglingar eru viðkvæmir fyrir vissum hlutum. Tiktok auglýsir sig sem skemmtilegan miðil þar sem þú getur sett inn skemmtileg stutt myndbönd og horft á myndbönd hjá öðrum, en eru öll myndböndin góð fyrir unglinga og hvaða áhrif geta þau haft á andlegu heilsu þeirra?
Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess
2 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Mistök eru misskilin af mörgum. Þau eru talin slæm og það er sagt okkur að forðast þau. En margir átta sig ekki á því að mistök eru í raun gjöf til þess að læra og gera betur. Stundum geta mistök jafnvel verið það besta í stöðunni. Því hvernig getum við vitað að við séum að gera hlutina rétt ef við gerum aldrei mistök? Í þessari grein langar mér að leggja áherslu á mikilvægi þess að mistakast. Þetta á við alla […]
Stöðvum eltingaleikinn
21 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Samanburður við aðra hefur alltaf átt stóran þátt í að skilgreina sjálfsmynd okkar. Við berum okkur saman við annað fólk og hefur samanburður við fyrirsætur, íþróttamenn og annað frægt fólk og áhrif þess á sjálfsmynd okkar verið grunnurinn í ótal rannsóknum. Í dag hefur þessi samanburður við annað fólk ekkert minnkað og við bætist að nú erum við líka að bera okkur saman við tölvugerðar útlitsbættar myndir af okkur sjálfum.
Það þarf ekki nema eina mynd
8 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Á öllum heimilum má finna einhvers konar snjalltæki og eru fáir sem fara að heiman án þess að vera með símann sinn með sér. Í kjölfar þessarar aukningar á snjalltækjum og samfélagsmiðlum má sjá nánast alla unglinga með síma og keppast þau um að vera með nýjustu og bestu símana. Nú til dags sér maður varla framan í fólk vegna þess að við eigum það til að lúta höfði ofan í símann okkar. En hvernig hefur þessi aukning á snjalltækjum […]
„Sá á Instagram að þú reykir og drekkur allar helgar“
4 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Samfélagsmiðlar hafa verið mikið í umræðunnu síðustu ár. Í dag eru samfélagsmiðlar helsti samskiptamáti fólks. Stærstu miðlarnir eru Facebook, Instagram og TikTok. Það eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum enda eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem að fylgja þeim. Það sem að félagsmiðstöðvar þurfa að takast á við og getur verið frekar flókið mál eru starfsmenn á samfélagsmiðlum. Félagsmiðstöðvar nota mikið samfélagsmiðla í starfinu sínu. Instagram hefur verið hvað mest notað þegar kemur að starfi félagsmiðstöðva. Þar inn koma allar […]
Fyrirmynd eða áhrifavaldur?
25 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í þeim heimi sem við lifum í dag er mikið um svo kallaða áhrifavalda í tísku á samfélagsmiðlum. Sem eru oft að mínu mati með mikið af duldum auglýsingum sem eru alls konar gylliboð fyrir fylgjendur sína og allt eru þetta þarfahlutir að þeirra sögn, „þessi hlutur bara breytir lífi mínu“, „ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti þetta ekki“. Að vera góð fyrirmynd þýðir einfaldlega að koma vel fyrir, láta öðrum líða vel í kringum sig og […]
Að elska sjálfan sig
22 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fyrir mér er það að læra að elska sjálfan sig eins og maður er ótrúlega mikilvægt. Frá því að ég var barn hef ég haft mjög lítið sjálfsöryggi og það var verst á unglingsaldri. Ég var alltof feit, ekki nógu flott, o.fl. Ég sé svo eftir því að hafa ekki bara elskað sjálfa mig eins og ég var í staðin fyrir að rífa mig niður. Ég hefði óskað þess að einhver hefði sýnt mér að hver og einn er sérstakur […]
Samfélagsmiðlar og snjalltæki að taka yfir?
9 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Að mínu mati eru unglingar í dag minna úti heldur en hér áður fyrr eða eins og ég upplifi það þá eru krakkar og unglingar meira inni að „hanga“ í tölvunni og símanum. Samfélagsmiðlar eru hægt og rólega að taka yfir líf ungra einstaklinga. Sumir segja meira að segja að það sé nú þegar orðið þannig að samfélagsmiðlar hafa tekið yfir lífið hjá mörgum ef ekki flestum unglingum. En hvað væri þá hægt að gera fyrir þessa unglinga eða hvað […]