Bætum okkur í framkomu við ungmenni

Ég var eitt sinn stödd á borgarstjórnarfundi þar sem ungmennaráð Reykjavíkur mætti og fékk að flytja tillögur sínar fyrir borgarráð. Tvö ungmennaráðanna voru með tillögur að bættri flokkun um borgina, bæði í stofnunum undir Reykjavíkurborg og einnig á götunum. Einn fulltrúanna svaraði og sagðist fagna þessari tillögu, hann bætti þó við að heima hjá sér þá gæfi unglingurinn skít í að flokka og furðaði sig á því að ef ungmenni landsins væru svona æstir í að flokka að þá þyrftu þeir að taka þátt í því. Ef við myndum skipta samfélagshópnum „unglingar“ yfir í annan hóp eins og t.d. konur, þá hefði fólki brugðið við þessi ummæli. Ef sonur hans flokkar ekki heima, þýðir það að allir unglingar flokka ekki rusl? Lesa meira “Bætum okkur í framkomu við ungmenni”