Posts Tagged by tómstunda- og félagsmálafræði
Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?
14 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á. Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga […]
Samfélagsleg styrkleikakort
4 January, 2021 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Það er alltaf mikil orka sem fylgir því að hefja nýtt ár og nýja önn í tómstunda- og félagsmálastarfi. Eftir undarlega haustönn erum við reynslunni ríkari með allskyns nýjar leiðir til þess að halda úti starfinu en einnig bindum við vonir við að hægt verði að halda úti hefðbundnu starfi í auknum mæli næstu mánuði. Við upphaf nýrrar annar er alltaf gott að staldra við, ígrunda og rýna starfið, hvað er að ganga vel og hvar viljum við sækja fram. […]
„Æ, ég veit það ekki”
18 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sumarið 2016 þegar ég var 17 að verða 18 ára fékk ég það frábæra tækifæri til þess að vinna með hópi fólks á mínum aldri sem jafningjafræðari Hins Hússins. Það starf fól í sér að fræða ungmenni í 8 – 10. bekk í vinnuskólum landsins um nánast allt milli himins og jarðar. Við eyddum heilu dögunum þetta sumarið með unglingum og ræddum ýmislegt, allt frá landadrykkju yfir í endaþarmsmök. Það sem stóð helst upp úr það sumar var hversu ótrúlega […]
Hvernig nýtist námið fyrir tómstunda- og félagsmálafræðing?
4 October, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Frítíminn er tíminn sem við eigum hvað mest af, tíminn sem við notum þegar við hittum vini, horfum á sjónvarpið eða jafnvel þegar við burstum tennurnar. Í raun og veru allur sá tími sem við verjum í lífi okkar utan svefns og vinnu. Þá er bara spurningin hvað þú ert að gera í frítímanum þínum? Hver hefur ekki heyrt einhvern segja „þessi, hann gerir ekki neitt annað en að spila tölvuleiki“ eða „hún er bara alltaf í símanum“. Það þarf […]
Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?
9 March, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum […]
Viðurkenning fyrirmyndarverkefna
3 November, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir |
|
Það var glatt á hjalla í Ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi fimmtudaginn 2. nóvember þegar þrír nýútskrifaðir tómstunda- og félagsmálafræðingar tóku við viðurkenningu frá formönnum Félagi fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017. Félögin buðu að því tilefni til hádegisverðar þar sem gestir fengu súpu og brauð og þau sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni kynntu verkefni sín við ánægju viðstaddra.
Bara að einhver hlusti
8 March, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar, Greinar |
|
Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við […]
,,Og er alveg þörf fyrir svona fólk í þjóðfélaginu?“
20 June, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
,,Og hvað ertu að læra segirðu?“ Spurði Helga kunningjakona mín sem ég hafði ekki séð í talsverðan tíma. Ég stóð í miðri mjólkurvörudeildinni í Hagkaup og hafði gripið mér laktósafría Hleðslu og banana. Ég andvarpaði. Hún horfði á mig stóreygð og spyrjandi. Ég vissi að nafnið eitt myndi alls ekki útskýra greinina í heild sinni og undirbjó mig undir ræðuna. Ég er í ótrúlega skemmtilegu og fjölbreyttu námi sem heitir Tómstunda- og félagsmálafræði. „Já okei, ertu þá ekki að fara […]
Unglingar eiga það besta skilið
13 May, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tómstundir fyrir unglinga eru fjölbreyttar og öruggt að þeir finna eitthvað við sitt hæfi í þeim aragrúa viðfangsefna sem félagsmiðstöðvar bjóða þeim uppá. Margir kjósa íþróttir og tónlistarnám meðfram skyldunámi en aðrir velja sér þá leið að stunda félagsmiðstöð. Enn aðrir fara svo í skátana, björgunarsveitir eða jafnvel æskulýðsstarf kirkjunnar.