Posts Tagged by Tómstundafræði
Leikjaorðasafn til umsagnar
6 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Fréttir |
|
Skjal með leikjaorðasafni til yfirlestrar Í kjölfar fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði hefur orðanefnd í tómstundafræði unnið að því að taka saman leikjaorðasafn. Orðasafnið verður hluti af orðasafni í tómstundafræði sem er hluti af Íðorðabankanum sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti. Orðanefndin óskar nú eftir ábendingum áhugasamra á leikjaorðasafnið áður en það fer í formlega útgáfu og inn í Íðorðabankann fyrir 28. maí nk. Ábendingum um leikjaorðasafnið er hægt að skila hér. Orðanefnd í tómstundafræði var stofnuð í […]
Spennandi ár framundan hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
28 August, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under Aðsendar greinar |
|
Nú þegar sumarið fer að líða undir lok og fólk mætir aftur til vinnu eftir sumarfrí þá fer starfsemi Félags fagfólks í frítímaþjónustu á fullt. Við í stjórn FFF ásamt nefndum höfum verið útbúa starfsáætlun fyrir veturinn og hefur hann sjaldan litið jafn vel út. Nú þegar er skráning hafin á námskeið fyrir leiðbeinendur í Reynslunámi en það er haldið í samstarfi við Áskorun ehf og má nálgast frekari upplýsingar hér en örfá sæti eru laus á þetta spennandi námskeið. Í vetur […]
Listin að lifa er að kunna að leika sér
24 March, 2014 | Posted by Ritstjórn under Aðsendar greinar |
|
Í námi mínu í Tómstunda og félagsmálafræði er það með því fyrsta sem við lærum, hversu mikilvægur leikurinn er. Með því að brjóta upp kennslustundir með leikjum og aukinni hreyfingu, förum við út fyrir þægindahringinn okkar með jákvæðum hætti. Heilmikið nám fer í gegnum leikinn; unnið er með traust, samvinnu og hópefli svo eitthvað sé nefnt. Það þykir ef til vill mörgum sérstakt að nemendur í háskóla skuli vera úti í leikjum í stað þess að sitja í kennslustund og […]
Að vera reynslunni ríkari (Myndband)
19 March, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under Myndbönd |
|
Hér má nálgast glærurnar í heild sinni Að vera reynslunni ríkari.
Tómstundamenntum þjóðina!
22 February, 2014 | Posted by Ritstjórn under Aðsendar greinar |
|
Innsend grein frá Agnari Júlíussyni tómstunda- og félagsmálafræðingi Eitt sinn þegar ég var að gramsa á internetinu vegna verkefnis sem ég þurfti að skila af mér í háskólanáminu rakst ég á frétt í Viðskiptablaðinu frá 1. janúar 2010 sem nefndist “Kostnaður vegna öldrunar hleðst upp” og byggði hún meðal annars á grein sem finna má á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi íbúa á eftirlaunaaldri kemur til með að tvöfaldast á næstu fjórum áratugum í hlutfalli […]
Fjölbreytileiki mikilvægur í tómstundastarfi fyrir aldraða
30 January, 2014 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar |
|
Aldraðir og tómstundir Í dag eru rúmlega 37.000 einstaklingar á Íslandi sem eru 67 ára og eldri og samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er talið að þeir verði um 52.000 eftir aðeins 10 ár. Þetta merkir hraða fjölgun hjá þeim sem standa frammi fyrir starfslokum og þar með ákveðnum tímamótum í lífinu. Margir hverjir finna sér ný hlutverk, tómstundir eða fara að eyða meiri tíma í þau verk sem þau voru vön að stunda samhliða vinnu, s.s. að sinna viðhaldi á […]
Hvað er fagmennska?
12 January, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under Aðsendar greinar |
|
Við fengum leyfi Huldu Valdísar formanns Félags Fagfólks í Frítímaþjónustu að birta grein hennar um fagmennsku sem hún birti upprunalega á heimasíðu FFF. Hvernig sinnum við sem vinnum á vettvangi frítímans starfi okkar af fagmennsku? Hvað þýðir það að sinna starfi sínu af fagmennsku? Í hverju felast fagleg vinnubrögð? Hvernig er hægt að meta og segja til um það hvað telst vera fagmennska og hvað ekki? Í Íslenskri orðabók (2002) er orðið fagmaður skilgreint á þann veg að fagmaður sé sérfræðingur, […]
„Ekkó bjargaði unglingsárum mínum“ : viðhorf einstaklinga sem voru virkir í félagsmiðstöðinni Ekkó
2 September, 2013 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Bachelor lokaverkefni |
|
Um verkefnið Verkefni þetta er lokaritgerð til BA prófs í tómstunda- og félagsmálafræði. Leiðbeinandi verkefnsins er Árni Guðmundsson félagsmiðstöðvamógúll. Höfundar verkefnisins höfðu unnið saman í félagsmiðstöðvastarfi og voru einnig samferða í náminu. þeir luku námið í febrúar 2012. Þegar kom að því að ákveða viðfangsefni ritgerðarinnar vildum þeir báðir leggja lóð á vogaskálarnar og upplýsa fólk um mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs og áhrif þess á einstaklinga í framhaldinu framkvæmadu þeir minniháttar rannsókn og athuga viðhorf einstaklinga sem voru virkir í félagsmiðstöðvastarfinu hér á árum áður.til […]
Skilgreining á hugtakinu tómstundir
10 June, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under Ritrýnt efni |
|
Útdráttur Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure). Hefur það ekki verið gert áður á Íslandi með þessum hætti, eftir því sem næst verður komist. Ekki er um einfalt verk að ræða því erlendir fræðimenn eru almennt sammála um að mjög erfitt sé að skilgreina hugtakið. Til umfjöllunar er nálgun frá fimm mismunandi hliðum; tómstundir sem tími, athöfn, gæði, viðhorf og hlutverk og mynda þær grunn að skilgreiningu sem sett er fram í lokin. Skilgreiningin gengur […]