Posts Tagged by Tómstundastarf
Mikilvægi Hinseginfræðslu
19 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Eins og flestir vita er ekkert að því að vera hinsegin og það ætti að teljast alveg jafn venjulegt og að vera gagnkynhneigður. Það er samt erfitt að gera sér grein fyrir því þegar allir sem maður þekkir eru gagnkynhneigðir. Þegar ég var fimmtán ára kom ég út úr skápnum fyrir þeim sem voru mér nánastir. Það er rétt að segja að það hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Fyrir það fór ég í gegnum tvö […]
Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?
16 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Hugsaðu um unglingsárin; hvað gerðir þú eftir skóla? Sjálf hefði ég ekki viljað vera í frístund á hverjum degi eftir skóla þegar ég byrjaði í framhaldsskóla en stór hluti fatlaðra ungmenna hefur hvorki val um hvað þau gera eftir skóla né hvert þau fara. Tóku börn með fatlanir þátt í þeim íþróttum sem þú æfðir? Hvers vegna ætli það sé ekki þannig að öll börn, fötluð og ófötluð, hafi val um að æfa íþróttir saman? Hvers vegna eru ungmenni með […]
Mikilvægi innri áhugahvatar í tómstundum
31 July, 2019 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég man eftir því að hafa verið ung stelpa sem elskaði mest af öllu að dansa. Ég æfði dans á fullu og hafði rosalega sterka innri áhugahvöt fyrir því, það veitti mér ánægju, gleði og vellíðan að fara á dansæfingu. Ég var full orku og lífsgleði eftir hvern tíma og dansaði í hvert skipti sem tækifæri gafst. Þegar kom að því að fara í menntaskóla valdi ég mér það að fara á Listdansbraut og reyna mitt besta að komast inn […]
Unglingar úti á landi, gleymast þeir?
3 April, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Undafarin ár hafa málefni unglinga brunnið mikið á mér, þá ekki síst unglinga sem búa á landsbyggðinni sem eiga erfitt með að sækja tómstundir eða félagsmiðstöðvar vegna vegalengdar. Alveg frá því að ég náði þeim aldri að geta farið í félagsmiðstöðvar hefur mér oft á tíðum fundist landsbyggðin gleymast. Á mínum grunnskólaárum var Reykjavík oftar en ekki miðpunktur viðburða eða þá stærstu þéttbýliskjarnar Íslands, svo sem Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og oft á tíðum Vestmannaeyjar. Eftir að ég hóf nám við […]
Lýðræði og tómstundastarf
22 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í stuttu máli má segja að lýðræði og lýðræðisleg þátttaka sé hlekkur í að við sjáum eigin hagsmuni falla saman við almannahag. Þátttaka í tómstundastarfi er því ákveðin samfella þess að hafa val og hafa áhrif á framvindu starfs sjálfum sér og öðrum til menntunar og ánægju. Lýðræði í tómstundastarfi og lýðræðisleg þátttaka í starfinu er því mikilvæg því hún er trygging þess að við og aðrir séum gerendur í starfinu en ekki viljalaus verkfæri sem fljótum bara með.
„Burtu með fordóma … þetta er engin algebra, öll erum við eins.“
10 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Kveikjan að umfjöllunarefni þessarar hugleiðingar, fordómum, er rannsókn sem ég rakst á ekki fyrir löngu. Rannsóknin var frá árinu 2013 og sneri að viðhorfum ungmenna til mannréttinda innflytjenda og móttöku flóttafólks. Mér þótti efnið mjög áhugavert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í samfélaginu að undanföru og þeim stóra hópi flóttafólks sem nú er í Evrópu. Um var að ræða viðtalsrannsókn þar sem talað var við 19 ungmenni og voru fimm þeirra sem gerðu skýran greinarmun á „okkur“ og […]
Skilgreining á hugtökum á vettvangi frítímans
25 November, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under Greinar |
|
Þegar sessunautur minn á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir rakst á setningu sem stuðaði hann úr nýsamþykktri stefnu í æskulýðsmálum fyrir árin 2014-2018 spruttu fram líflegar umræður um hugtök og hugtakarugling á vettvangi frítímans. Setningin er svohljóðandi: „Stuðla að jafnvægi milli þátttöku í æskulýðsstarfi, öðru frístundastarfi, fjölskyldulífi og námi.” (Menntamálaráðuneytið, 2014) Umræðan sem fór af stað snéri s.s. að því hver væri munurinn á æskulýðsstarfi og öðru frístundastarfi. Allir sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að frístundastarf og tómstundastarf væri […]
Tómstundamenntum þjóðina!
22 February, 2014 | Posted by Ritstjórn under Aðsendar greinar |
|
Innsend grein frá Agnari Júlíussyni tómstunda- og félagsmálafræðingi Eitt sinn þegar ég var að gramsa á internetinu vegna verkefnis sem ég þurfti að skila af mér í háskólanáminu rakst ég á frétt í Viðskiptablaðinu frá 1. janúar 2010 sem nefndist “Kostnaður vegna öldrunar hleðst upp” og byggði hún meðal annars á grein sem finna má á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi íbúa á eftirlaunaaldri kemur til með að tvöfaldast á næstu fjórum áratugum í hlutfalli […]
Fjölbreytileiki mikilvægur í tómstundastarfi fyrir aldraða
30 January, 2014 | Posted by Bjarki Sigurjónsson under Aðsendar greinar |
|
Aldraðir og tómstundir Í dag eru rúmlega 37.000 einstaklingar á Íslandi sem eru 67 ára og eldri og samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er talið að þeir verði um 52.000 eftir aðeins 10 ár. Þetta merkir hraða fjölgun hjá þeim sem standa frammi fyrir starfslokum og þar með ákveðnum tímamótum í lífinu. Margir hverjir finna sér ný hlutverk, tómstundir eða fara að eyða meiri tíma í þau verk sem þau voru vön að stunda samhliða vinnu, s.s. að sinna viðhaldi á […]
Skipulagt tómstundastarf gegn brottfalli úr framhaldsskólum
10 June, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under Greinar |
|
Ég rakst á þetta skemmtilega myndband um daginn og ég hvet ykkur í raun til að skoða myndbandið hér að neðan áður en þið lesið lengra. Ég tengi sjálfur svo ótrúlega sterkt við þetta myndband og gæti það allt eins verið útbúið eftir minni leið í gegnum skólakerfið. Í grunnskóla var ég alltaf „til vandræða”, ég hafði engan áhuga á náminu og kennurum og starfsfólki skólans tókst engan veginn að kynda undir áhuga mínum á námsefninu. Þegar ég byrjaði í […]