Posts Tagged by Tómstundir
Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?
24 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið. Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi […]
Tónlistaiðkun í frítímanum
18 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður […]
Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?
11 June, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Frístundastyrkir hafa verið til lengi og komu fyrst fram árið 2007 í formi frístundakortsins, en þá var upphæð styrksins 12.000 krónur . Síðan þá hafa þeir þróast og vaxið upp í 50.000 krónur sem þarf að nota í tómstund sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta hefur styrkt tómstundastarf á Íslandi mikið og gerir stofnunum eins og Myndlistaskóla Reykjavíkur kleift að ráða starfsfólk í fulla vinnu. Það er líka vel þekkt fyrirbæri að íslenskir íþróttaþjálfarar í yngri flokkum eru á heimsklassa mælikvarða […]
Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda
20 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf […]
Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?
14 May, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á. Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga […]
Er ég velkominn hér?
22 April, 2021 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir hafa lent í því að finnast þeir ekki velkomnir einhversstaðar. Hvort sem það er á vinnustað, heima hjá einhverjum sem er manni nærri eða bara meðal fólks sem maður þekkir ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að finnast við vera velkomin og það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum. Mér finnst gott að heyra góðan daginn þegar ég fer í búðina eða að hótelherbergið mitt sé vel upp á búið og hreint þegar ég leyfi mér […]
Forvarnargildi félagsmiðstöðva í minni sveitarfélögum
18 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar litið er á íslenska unglinga má sjá ótrúlega mismunandi einstaklinga og fjölbreytta hópa. Í gegnum kynslóðirnar sést hvað áherslurnar breytast gríðarlega hratt þar sem á þessu tímabili breyta unglingar um stefnu og stað á stuttum tíma. Þau kynnast nýju fólki, taka fyrstu skrefin að sjálfstæði og þroskast mikið á örfáum árum. Fólk sem vinnur með unglingum sér hvað hópar eru mismunandi, áherslur í starfi breytast og að starfið er stanslaust að þróast. Áhugamál einstaklinga eru mismunandi og í mörgum […]
Er starfandi félagsmiðstöð í þínu hverfi?
12 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef unnið í tómstunda- og frístundstarfi undanfarin 15 ár með hléum, hef starfað sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð, frístundaleiðbeinandi, aðstoðarverkefnastjóri í frístund og svo aftur aðstoðarverkefnastjóri í félagsmiðstöð. Ég byrjaði óvart að vinna í félagsmiðstöð í Hafnarfirði þegar ég var 20 ára og vissi hreinlega ekkert út í hvað ég var að fara. Ég fann strax að þetta var eitthvað sem hentaði mér en ég var samt alltaf alveg að fara að hætta. Samfélagið, vinir og vandamenn áttu það til […]
Þekkja unglingar mikilvægi tómstunda?
4 June, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort unglingar viti afhverju þeir stunda tómstundir. Hvað er það sem er svona mikilvægt við þær? Ég nýti mér oft tækifærið og spyr þá unglinga sem ég þekki til hvers þau stundi tómstundir og hvað þær gefi þeim. Oftar en ekki vita unglingarnir ekkert hverju þeir eiga að svara. Þó svo það séu til ótal margar skilgreiningar á því hvað tómstundir eru og ekki séu allir fræðimenn sammála hvernig best sé að skilgreina […]