Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?

Verandi fædd og uppalin í uppsveitum Árnessýslu (Skeiða – og Gnúpverjahreppi) get ég með sanni sagt að úrval tómstunda sé töluvert minna þar en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju ætli það sé? Jú, í þessum litlu og fámennu sveitarfélögum er í mörgum tilfellum ekki nógu góð aðstaða til að stunda tilteknar tómstundir og í langflestum tilvikum er ekki til fjármagn til að bæta þá aðstöðu sem nú þegar er til því það kemur ekki til með að borga sig. Oftar en ekki skortir líka fagfólk til að halda uppi tómstundastarfi á hinum ýmsu sviðum.

Lesa meira “Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?”

Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?

Í dag er talað um að ungmenni eigi erfitt uppdráttar, að lesskilningur fari lækkandi og ýmislegt annað á þann veg. Í þessu samhengi er yfirleitt verið að tala um unglinga almennt en sjónunum ekki beint að neinum sérstökum hópi og hvaða erfiðleika þau eru mögulega að glíma við. Unglingar eru auðvitað af öllum toga en þá er samhenginu beint að ungmennum sem stunda áhættuhegðun. Þar sem þau verða oft út undan sem börn og finna sig í félagsskap sem stundar áhættuhegðun, hvort sem það er áfengisneysla, vímuefnaneysla eða aðrar venjur sem gætu talist ólöglegar. Lesa meira “Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?”

Meiri kynfræðslu – TAKK!

Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari?

Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og ein á enn nokkur ár í unglingsárin. Lesa meira “Meiri kynfræðslu – TAKK!”

Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga

Unglingsárin geta verið erfið, það eru margar nýjar upplifanir, reynsla og hormónaflæðið er alveg á fullu. Það getur verið erfitt að finna jafnvægið í lífinu og unglingar eru viðkvæmir fyrir vissum hlutum. Tiktok auglýsir sig sem skemmtilegan miðil þar sem þú getur sett inn skemmtileg stutt myndbönd og horft á myndbönd hjá öðrum, en eru öll myndböndin góð fyrir unglinga og hvaða áhrif geta þau haft á andlegu heilsu þeirra? Lesa meira “Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga”

Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess

Mistök eru misskilin af mörgum. Þau eru talin slæm og það er sagt okkur að forðast þau. En margir átta sig ekki á því að mistök eru í raun gjöf til þess að læra og gera betur. Stundum geta mistök jafnvel verið það besta í stöðunni. Því hvernig getum við vitað að við séum að gera hlutina rétt ef við gerum aldrei mistök? Í þessari grein langar mér að leggja áherslu á mikilvægi þess að mistakast. Þetta á við alla aldurshópa en ég vil leggja sérstaka áherslu á mikilvægi þess að unglingar samþykki mistök sín og nýti þau til góðs því það getur gefið þeim mikið forskot á sína framtíð. Lesa meira “Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess”

Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?

Svefn er eitthvað sem við öll þekkjum og er hann okkur lífsnauðsynjlegur. Svefn er mikilvægur fyrir líkama okkar til að endurnærast og hvílast og undirbúa sig fyrir átök næsta dags. Hann styrkir tauga- og ónæmiskerfi líkamans og heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr hugsunum og tilfinningum okkar. Meðal manneksjan ætti að vera að sofa í um 7 til 9 tíma á hverri nóttu og er lang algengast að fólk sé að fá minni svefn en það. Á unglingsárunum þurfum við meiri svefn, eða á bilinu 8 til 10 tíma af svefni á hverri nóttu og er mjög óalgengt að unglingar sofi svo lengi og er lang algengast að þau sofi allt of lítið. Lesa meira “Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?”