Posts Tagged by Ungmenni
Áhrif snjalltækja og orkudrykkja á svefn ungmenna
30 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Er svefn vanmetinn? Er hann kannski ofmetinn? Hvað er það sem hefur áhrif á svefn ungmenna? Talað er um að íslenskir unglingar eigi að sofa að meðaltali um 8-10 klukkustundir á sólahring en samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi að þá eru þau einungis að sofa að meðaltali um 6 klukkustundir á sólarhring. Ástæða þess er meðal annars neysla orkudrykkja sem getur leitt til svefntruflana ásamt öðrum kvillum svo sem hjartsláttatruflana, kvíða og líðan þeirra. Unglingar eru mun viðkvæmari […]
Er réttlátt að senda sautján ára trans ungmenni úr landi?
9 May, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Nýlega var fjallað um í fréttunum að vísa ætti hinum 17 ára gamla Maní, ásamt fjölskyldu hans úr landi. Forsaga málsins var sú að fjölskyldan flúði heimaland sitt, Íran, vegna ofsókna, faðirinn hafði kennt japanska hugleiðslu, sem kallast Reiki, og yfirvöld í Íran töldu það vera guðlast og héldu einnig að faðirinn ynni gegn ráðandi stjórnvöldum. Óttaðist fjölskyldan um líf sitt, henni var hótað hrottalegu ofbeldi, fjölskyldufaðirinn var settur í fangelsi þar sem hann var pyntaður og honum, og fjölskyldu […]
Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?
20 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá […]
Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?
18 April, 2020 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Ég var hætt í öllum skipulögðum íþróttum þegar ég byrjaði á unglingastigi í grunnskóla. Ég var þó í ungmennaráði í einhvern tíma og mætti oft í félagsmiðstöðina. Ég tók virkan þátt í félagslífinu, bæði í grunnskólanum og í félagsmiðstöðinni og fannst það mjög skemmtilegt. Það er kannski mikilvægt að ég taki það fram að ég ólst upp út á landi og tala út frá minni reynslu.
Eru skátarnir á leiðinni á safn?
11 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Öll erum við ólík eins og við erum mörg. Val okkar á tómstundum er þar engin undantekning. Börn og ungmenni í dag hafa úr fjölbreyttu úrvali skiplagðra tómstunda, íþrótta og annarra áhugamála að velja. Íþrótta- og félagasamtök leitast við að virkja sem flesta til þátttöku og liður í að efla þátttöku barna og ungmenna er að brúa bilið milli skóla og tómstundastarfs. Til að ná því þá þurfa allt tómstundastarf að laga sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu. En hafa […]
Þeir hörðustu lifa af
2 May, 2018 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Flestir eru á þeirri skoðun að það sé öllum hollt og gott að stunda íþróttir. Það að æfa íþróttir getur styrkt bæði andlega og líkamlega líðan auk þess að geta ýtt undir góð félagsleg tengsl einstaklinga. Yfirleitt byrja krakkar ungir að æfa og velja sér þá íþrótt sem þeir hafa mestan áhuga á en seinna, þegar þeir eru orðnir eldri, fer metnaðurinn og viljinn til að skara fram úr oft að vaxa. Oft byrja krakkar að æfa hópíþróttir eins og t.d. […]
Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?
6 June, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir […]
Krafa samfélagsins til ungmenna
23 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Í nútímasamfélagi sem okkar er mikið lagt uppúr því að börnum og unglingum gangi vel í námi en einnig að þau æfi íþróttir eða stundi einhvers konar tómstundir. Þessu fylgir oft mikil pressa og spenna sem stundum getur haft veruleg áhrif á einstaklinga sem eru að fóta sig í samfélaginu. Ungmennin í dag tala oft um það hvað mikið er lagt á þau og hversu mikið er ætlast til af þeim og þeim finnst þau oft vera bara einhverjir aular […]
Hvar á að geyma geðveikina?
2 May, 2017 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Greinar |
|
Það er að verða mun algengara að börn og unglingar greinast með geðræna sjúkdóma í dag. Það er misjafnt eftir löndum hversu góð úrræðin eru fyrir þá einstaklinga. Þótt hér á landi hafi verið brugðist við úrræðum fyrir geðsjúk ungmenni á undanförnum árum, þá er enn ansi langt í land að þau verði á þeim stað sem þau ættu að vera á. Úrræðin eru svakalega fá og á meðan fjölgar þeim ungmennum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Úrræðaleysi […]
Ég pant fá að ráða!
28 April, 2016 | Posted by Eygló Rúnarsdóttir under Aðsendar greinar |
|
Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt […]