Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess

Mistök eru misskilin af mörgum. Þau eru talin slæm og það er sagt okkur að forðast þau. En margir átta sig ekki á því að mistök eru í raun gjöf til þess að læra og gera betur. Stundum geta mistök jafnvel verið það besta í stöðunni. Því hvernig getum við vitað að við séum að gera hlutina rétt ef við gerum aldrei mistök? Í þessari grein langar mér að leggja áherslu á mikilvægi þess að mistakast. Þetta á við alla aldurshópa en ég vil leggja sérstaka áherslu á mikilvægi þess að unglingar samþykki mistök sín og nýti þau til góðs því það getur gefið þeim mikið forskot á sína framtíð. Lesa meira “Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess”

Gullfiska athygli ungmenna

Hvað ert þú búin að vera lengi í símanum í dag? Gerum við okkur raunverulega grein fyrir því hvað þetta litla tæki tekur mikinn tíma af okkar degi og mikinn hluta af okkar athygli. Þetta málefni kann að vera viðkvæmt sökum þess og mögulega viljum við ekki viðurkenna hver svörin eru við þessum spurningum. Ef horft er í staðreyndir og rýnt er í eðli skjánotkunar og möguleg áhrif hennar að þá vaknar spurningin – erum við að stýra símanum eða er síminn að stýra okkur? Auk áhrifa skjánotkunar á einbeitingu og athygli er hér að neðan fjallað um hagnýt viðmið og ráð sem notast má við í að takast á við skjánotkun í daglegu lífi. Lesa meira “Gullfiska athygli ungmenna”

Stöðvum eltingaleikinn

Samanburður við aðra hefur alltaf átt stóran þátt í að skilgreina sjálfsmynd okkar. Við berum okkur saman við annað fólk og hefur samanburður við fyrirsætur, íþróttamenn og annað frægt fólk og áhrif þess á sjálfsmynd okkar verið grunnurinn í ótal rannsóknum. Í dag hefur þessi samanburður við annað fólk ekkert minnkað og við bætist að nú erum við líka að bera okkur saman við tölvugerðar útlitsbættar myndir af okkur sjálfum. Lesa meira “Stöðvum eltingaleikinn”

Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?

Hugsaðu um unglingsárin; hvað gerðir þú eftir skóla? Sjálf hefði ég ekki viljað vera í frístund á hverjum degi eftir skóla þegar ég byrjaði í framhaldsskóla en stór hluti fatlaðra ungmenna hefur hvorki val um hvað þau gera eftir skóla né hvert þau fara. Tóku börn með fatlanir þátt í þeim íþróttum sem þú æfðir? Hvers vegna ætli það sé ekki þannig að öll börn, fötluð og ófötluð, hafi val um að æfa íþróttir saman? Hvers vegna eru ungmenni með fatlanir ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi og hvað er í boði fyrir þau?

Sýnt hefur verið fram á að ungmenni með fötlun eru ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi og eru líklegri til að einangra sig og hafa slaka félagslega getu (Unnur Ýr Kristinsdóttir, 2014). Lesa meira “Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?”

Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá

Neysla margs kyns orkudrykkja hefur aukist verulega meðal ungmenna upp á síðkastið. En hvers vegna? Orkudrykkir eru ávanabindandi og algengt er að ungmenni neyti þeirra til þess að ná fram einhverskonar örvandi áhrifum (Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2019), þeir eru sérstaklega vinsælir meðal ungmenna þar sem þeir draga úr einkennum þreytu og virðast bæta einbeitingu (Matvælastofnun, 2020). Unglingum finnst frábært að geta vakað langt fram á nótt, vaknað snemma og látið það ekki hafa nein áhrif á sig, „eða þannig”. Um leið og einstaklingur er orðinn háður finnst honum eins og hann nái ekki að „þrauka” daginn nema að fá sér 1-2 drykki á dag, einfaldlega vegna þess að líkami hans er orðinn háður koffíni. Lesa meira “Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá”

Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi

Fjórða grein Heimsmarkmiða (2015) kveður á um menntun fyrir alla. Og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa átt aðild að síðan árið 1992 er hægt að vitna í margar greinar sem tengja má við jöfnuð og aðgang að menntun. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) kemur jafnframt í ljós sú staðreynd að framhaldsskólanum beri að sinna öllum nemendum hvernig svo sem undirbúningi þeirra er háttað úr grunnskóla, stuðla að alhliða þroska þeirra, búa þá undir störf í þjóðfélaginu og frekara nám.        Lesa meira “Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi”