“Afhverju Ungmennaráð?” Málstofa um starfsemi Ungmennaráða
16 August, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under |
Hvenær?
16.08.2013
14:00 - 16:00
Hvar?
Félagsheimili Seltjarnarness
Föstudaginn 16. ágúst fer fram málstofna “Afhverju Ungmennaráð?”. Á Málstofunni mun Ungmennaráð Seltjarnarness ásamt Ungmennaráði frá Lundi kynna hvernig þau starfa, hvaða verkefni þau hafa verið að vinna að og hvernig þau hafa verið að nýta sér Evrópu Unga Fólksins til að framkvæma hugmyndir sínar. Málstofan er hugsuð fyrir ungmennaráð hér á landi, stjórnmálamenn og starfsfólk sem starfar með ungu fólki.
Málstofan er hluti af ungmennaskiptaverkefninu “Afhverju Ungmennaráð?” sem hlaut styrk frá Evrópu Unga Fólksins. Eftir kynningar ungmennaráðanna verður boðið upp á léttar veitingar og farið í umræður um stöðu ungmennaráða og hvernig hægt er að efla stöðu ungmennaráða Íslandi.
Hér má sjá facebook viðburðarsíðu málstofunar.
14:00 – Fundarstjóri býður gesti velkomna og setur málstofuna
14:10 – Ungmennaráð Lundar frá Svíþjóð kynnir starfsemi sína
14:40 – Ungmennaráð Seltjarnarness kynnir starfsemi sína
15:10 – Kaffi
15:20 – Umræðurhópar um stöðu ungmennaráða og hvernig hægt sé að efla stöðu þeirra
15:40 – Kynningar á niðurstöðum umræðuhópanna
16:00 – Málstofu slitið