• Frítíminn
  • Um Frítímann
  • Fréttir og greinar
    • Aðsendar greinar
    • Fréttir
    • Greinar
    • Siðferðileg álitamál
  • Útgefið efni
    • Bachelor lokaverkefni
    • Masters lokaverkefni
    • Myndbönd
    • Ritrýnt efni
  • Verkfæri
Home » » Hjólum til framtíðar

Hjólum til framtíðar

20 September, 2013 Posted by Guðmundur Ari under
No Comments

Hvenær?
20.09.2013
09:00 - 16:00

Hvar?
Iðnó

Í Evrópsku samgönguvikunni í haust, ætlum við að skoða saman hjólaaðstæður íslenskra barna á málþinginu Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða. Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að skoða innlendar aðstæður, er hér allt í sóma? Rýna í reynslu annarra og greina með hvaða hætti og hvort gera megi hjólreiðar meira aðlaðandi í íslensku skólasamfélagi – aðferðir og leiðir. Þemað er Réttur barna til hjólreiða.

Við höfum lagt til spurningakannanir sem nefnd á vegum SFS getur lagt fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla og stjórnendur frístundamiðstöðva. Þar ætti að vera hægt að finna út hvernig reglur ríkja um reiðhjól og viðhorf til hjólreiða; skipulag inn í starfi stofnanna og fleira. Einnig er stefnt að því að leggja fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk spurningar til þess að meta þeirra hjólanotkun. Auk þess vinnum við að því að virkja ungmennaráð skólanna vegna hjólamenningar. Dagskráin er í mótun en stefnt er að því að fá 2 erindi erlendis frá. Þegar eru bókuð á dagskránni kynning á hjólaverkefnum í Fossvogsskóla, Fjölbraut í Ármúla og Grundaskóla á Akranesi.

Ráðstefnan er 3. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar, fyrsta ráðstefnan var í Iðnó 2011. Hún er unnin í samvinnu Hjólafærni á Íslandi, Landssamtaka hjólreiðamanna, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Umhverfis- og Samgöngusviðs Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Eflu, Mannvits, European Cyclist Federation, Vegagerðina, Umferðastofu, Embætti Landlæknis og ÍSÍ.

Framkvæmdastýra er Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á Íslandi, s. 864 2776 hjolafaerni@hjolafaerni.is www.hjolafaerni.is

« “Afhverju Ungmennaráð?” Málstofa um starfsemi Ungmennaráða
Íslenskar æskulýðsrannsóknir »
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Gerast áskrifandi

Efnistök Frítímanns
brottfall börn Einelti fagmennska foreldrar Forvarnir framhaldsskóli fræðsla Frístundaheimili frístundastarf Frítími fyrirmynd fyrirmyndir Félagsmiðstöð félagsmiðstöðvar félagsstarf jafnrétti kynfræðsla kynlíf landsbyggðin lýðræði netnotkun samfélagsmiðlar Samfés samskipti samvera Sjálfsmynd snjalltæki tómstunda- og félagsmálafræði Tómstundafræði Tómstundastarf Tómstundir tölvunotkun unglingalýðræði Unglingar Ungmennahús ungmennaráð Ungmenni ungt fólk uppeldi áhrifavaldar áhættuhegðun íþróttir útivist þátttaka
Nýleg virkni
Viðburðardagatal
<< Jan 2023 >>
MTWTFSS
26 27 28 29 30 31 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 1 2 3 4 5
Frítíminn - Fritiminn@Fritiminn.is - Allur réttur áskilinn