Hjólum til framtíðar
20 September, 2013 | Posted by Guðmundur Ari under |
Hvenær?
20.09.2013
09:00 - 16:00
Hvar?
Iðnó
Í Evrópsku samgönguvikunni í haust, ætlum við að skoða saman hjólaaðstæður íslenskra barna á málþinginu Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða. Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að skoða innlendar aðstæður, er hér allt í sóma? Rýna í reynslu annarra og greina með hvaða hætti og hvort gera megi hjólreiðar meira aðlaðandi í íslensku skólasamfélagi – aðferðir og leiðir. Þemað er Réttur barna til hjólreiða.
Við höfum lagt til spurningakannanir sem nefnd á vegum SFS getur lagt fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla og stjórnendur frístundamiðstöðva. Þar ætti að vera hægt að finna út hvernig reglur ríkja um reiðhjól og viðhorf til hjólreiða; skipulag inn í starfi stofnanna og fleira. Einnig er stefnt að því að leggja fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk spurningar til þess að meta þeirra hjólanotkun. Auk þess vinnum við að því að virkja ungmennaráð skólanna vegna hjólamenningar. Dagskráin er í mótun en stefnt er að því að fá 2 erindi erlendis frá. Þegar eru bókuð á dagskránni kynning á hjólaverkefnum í Fossvogsskóla, Fjölbraut í Ármúla og Grundaskóla á Akranesi.
Ráðstefnan er 3. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar, fyrsta ráðstefnan var í Iðnó 2011. Hún er unnin í samvinnu Hjólafærni á Íslandi, Landssamtaka hjólreiðamanna, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Umhverfis- og Samgöngusviðs Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Eflu, Mannvits, European Cyclist Federation, Vegagerðina, Umferðastofu, Embætti Landlæknis og ÍSÍ.
Framkvæmdastýra er Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á Íslandi, s. 864 2776 hjolafaerni@hjolafaerni.is www.hjolafaerni.is