Leiðbeinandinn í reynslunámi – hvar er hann?
21 January, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under |
Hvenær?
21.01.2014
All Day
Hvar?
Hlaðan við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi
Samstarf FFF og Áskorunar ehf.
Viðfangsefni: Þátttakendur verða þjálfaðir í því að verða betri leiðbeinendur eða „vegvísar“ (e. facilitator) í frístunda- og æskulýðsstarfi þannig að þeir geti betur stutt við nám, vöxt og þroska skjólstæðinga sinna.
Markmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðri um:
• Þau mismunandi hlutverk (og skyldur) sem fylgja starfinu.
• Þær víddir sem felast í hlutverki leiðbeinandans.
• Aðferðir og leiðir til að ná betri tökum á starfinu.
• Samhengið milli eigin þroska og getunnar til að vinna með þroska annarra.
• Leiðtogann – í eigin lífi og í lífi annarra.
Hvenær: Þrjú skipti á vorönn, hálfur dagur í senn (21. janúar kl. 16-20, 10. mars kl. 9-13 og 29. apríl kl. 18-22) og verkefnavinna þess á milli.
Staðsetning: Hlaðan við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi, Reykjavík.
Skráning: Með tölvupósti á fagfelag@fagfelag.is fyrir 15. janúar, takmarkaður fjöldi plássa.
Verð: 25.000 kr. fyrir félaga í FFF en 30.000 kr. fyrir aðra.