Verkefnastjórnun í frístundastarfi
16 January, 2014 | Posted by Guðmundur Ari under |
Hvenær?
16.01.2014
08:20 - 14:55
Hvar?
Menntavísindasvið
Samstarf FFF og Háskóla Íslands
Viðfangsefni: Á námskeiðinu veður farið yfir aðferðarfræði verkefnisstjórnunar og skipulagningu verkefna. Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur tileinki sér aðferðir verkefnisstjórnunar til að geta aukið skilvirkni í daglegum störfum, stýrt verkefnum og byggt þau upp á faglegan hátt.
Helstu efnisatriði:
• Skilgreining á umhverfi, forsendum, markmiðum og umfangi verkefna.
• Skilgreining verkþáttum og vörður verkefna.
• Forgangsröðun og niðurbrot verkefna niður í verkþætti.
• Hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.
• Grunnatriði verkefnaferilsins, uppbygging verkefnaáætlunar, stöðugreiningar, vörður og verkefnislok.
• Verkefnisskipulag og ábyrgð.
• Hlutverk verkefnastjóra, eigenda, stýrihóps, verkefnisteymis og verkefnishóps.
• Eftirlit með framgangi verkefna og hvernig tryggja má tilætlaða niðurstöðu.
Hvenær: Fimmtudaginn 16. janúar kl. 8.20-14.50 og föstudaginn 17. janúar á sama tíma.
Staðsetning: Háskóli Íslands Stakkahlíð, Reykjavík.
Skráning: Með tölvupósti á fagfelag@fagfelag.is fyrir 11. janúar.
Verð: 10.000 kr. fyrir FFF-félaga en 15.000 kr. fyrir aðra.